fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Vægir dómar og sýknanir yfir fólki sem sveik út fé og vörur með fölsuðum evruseðlum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. maí 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómar voru kveðnir í morgun, í Héraðsdómi Reykjavíkur, yfir fimm, ungum, erlendum manneskjum, tveimur konum og þremur körlum, sem sökuð voru um að hafa notað falsaða 100 og 200 evruseðla í viðskiptum hér á landi.

Í flestum tilvikum greiddi fólkið fyrir vörur og þjónustu með fölsuðum seðlum en í einu tilviki var ein konan sökuð um að hafa svikið út rúma milljón króna úr spilasal í Reykjavík með því að láta skipta þar fölsuðum evruseðlum í íslenskar krónur.

Fólkið var sakað um að hafa gerst brotlegt við 151. grein almennra hegningarlaga, sem er svohljóðandi:

 „Hver, sem lætur úti peninga, sem hann veit að eru falsaðir, skal sæta sömu refsingu sem hefði hann sjálfur falsað þá. Hafi hann haldið, að peningarnir væru ósviknir, þegar hann fékk þá, má beita [fangelsi allt að 1 ári] 1) eða sektum.“

Fólkið var því ekki sakað um að hafa falsað seðlana heldur fyrir að nota notað falsaða seðla af ráðnum hug.

Sakborningar báru fyrir sig að þau hefðu ekki vitað að peningarnir voru falsaðir. Þannig hélt konan sem sveik milljón út úr spilasalnum því fram að hún hefði fundið evruseðlana í plastpoka á víðavangi og ekki haft hugmynd um að þeir væru falsaðir. Dómari sagði að þó sú saga væri nokkuð ólíkindaleg væri ekki hægt að útiloka að hún væri sönn og ekkert hefði komið fram til að afsanna hana.

Dómsniðurstaðan var sú að refsingu beggja kvennanna sem voru ákærðar er frestað og fellur niður ef þær halda skilorð í tvö ár. Einn karlmaðurinn í málinu var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og annar í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þriðji karlmaðurinn var sýknaður.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara
Fréttir
Í gær

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Í gær

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi