fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Ákærðir fyrir hópnauðgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. maí 2023 09:00

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðvikudaginn 17. maí var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur tveimur karlmönnum. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað komu í samverknaði á heimili annars þeirra. Einnig eru mennirnir sakaðir um að hafa þvingað konuna til að taka inn kókaín.

Meintu broti er lýst þannig í ákæru:

„…með ofbeldi og ólögmætri nauðung, í félagi haft önnur kynferðismök en samræði við A, kt. 000000-0000, án hennar samþykkis, en ákærði X kleip í handlegg A, hélt höndum hennar föstum og reif endurtekið í hár hennar og tók hana hálstaki, og ákærðu báðir settu fingur sína upp í munn hennar og settu getnaðarlimi sína inn í munn hennar og þvinguðu hana til að hafa við þá munnmök og meðan á þessu stóð þukluðu ákærðu báðir á brjóstum hennar innanklæða og kynfærum hennar utanklæða, og þvinguðu hana til að taka kókaín, allt með þeim afleiðingum að A hlaut þreifieymsli í hársverði og yfir vöðvum á hálsi beggja vegna og marbletti á vinstri upphandlegg.“

Héraðssaksóknari krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Gerð er einkaréttarkrafa á hendur mönnunum þar sem konan krefst miskabóta að fjárhæð fjórar milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Í gær

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Í gær

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Í gær

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina
Fréttir
Í gær

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn