fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Fréttir

Segir að staða Pútíns sé hugsanlega veikari en við teljum – „Hvað ef það er afi sem bjáni?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. maí 2023 04:14

Vladimir Pútín Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þrátt fyrir fjölda ósigra á vígvöllunum í Úkraínu á síðustu fimmtán mánuðum hafa tök Pútíns á valdataumunum í Rússlandi virst traust. Tök hans á öryggisstofnunum hafa haft í för með sér að öll andstaða hefur verið barin niður með harðri hendi. Á síðustu vikum hafa þó sést veikleikamerki. Eru farnar að koma sprungur í brynju Pútíns, sem hefur virst órjúfanleg?“

Svona hefst grein eftir Jacob Kaarsbo, sérfræðing hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum starfsmann leyniþjónustu danska hersins, á vef TV2. Greinin var birt fyrir helgi.

Í greininni bendir hann á fjölda myndbanda frá Yevgeny Prigozhin, leiðtoga Wagner málaliðahópsins, þar sem hann er kominn út í að gagnrýna yfirstjórn rússneska hersins, varnarmálaráðherrann og jafnvel hóta þeim.

„Stóra stigmögnunin átti sér stað 9. maí þegar Pútín sat og horfði á hersýningu á Rauða Torginu í tilefni af sigrinum yfir Þýskalandi nasista 1945. Í klassísku myndbandi sagði Prigozhin skrifræðisyfirmenn hersins vera „föðurlandssvikara“ og skyndilega sagði hann: „Hvað ef það er afi sem bjáni?““

Hann bendir á að í Rússlandi sé eðlilegt að nota „afi“ yfir Pútín og miðað við samhengið geti Prigozhin ekki átt við neinn annan. Þessi ummæli hans hafi farið yfir margar rauðar línur.

 „Í Rússlandi „dettur“ fólk venjulega út um glugga eða „hverfur“ fyrir minni sakir. Ef orðræða Prigozhin heldur áfram bendir það til að staða Pútíns hafi veikst mikið,“ segir Kaarsbo.

 Hann bendir einnig á að stemmningin í rússneskum fjölmiðlum sé orðin mjög döpur. Nú sé rætt opinberlega um ósigur í Úkraínu en ekki sé langt síðan það hefði haft handtöku í för með sér fyrir svo mikið sem að gefa í skyn að Rússar geti tapað í stríðinu. Hann bendir einnig á að sama stemmning ríki nú hjá rússneskum herbloggurum þar sem nú sé sú skoðun almennt ríkjandi að ósigur sé yfirvofandi.

 Hann segir einnig að veiking á völdum Pútín geti haft áhrif á möguleika Úkraínumanna til að gera gagnsókn. Þróunin undanfarið bendi til að rússnesku hersveitirnar í fremstu víglínu séu þreyttar og illa á sig komnar. Ef þær finni að pólitískur óróleiki sé ríkjandi, aukist líkurnar á að þær brotni saman og að varnir Rússa á herteknu svæðunum muni hrynja.

 Hér er hægt að lesa grein Kaarsbo í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara
Fréttir
Í gær

Talið að Rússar geri út glæpamenn til að vinna skemmdarverk í Evrópu og Bandaríkjunum

Talið að Rússar geri út glæpamenn til að vinna skemmdarverk í Evrópu og Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Auði brugðið við að fylgjast með blindfullum útskriftarnemum dimmitera í miðbænum – „Þar ælir hann og ælir, milli þess sem hann missir meðvitund“

Auði brugðið við að fylgjast með blindfullum útskriftarnemum dimmitera í miðbænum – „Þar ælir hann og ælir, milli þess sem hann missir meðvitund“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússar hafa opinberað nýjar upplýsingar um fyrstu árásina á Kerch-brúna – Myndband

Rússar hafa opinberað nýjar upplýsingar um fyrstu árásina á Kerch-brúna – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þó það sé ekki al­veg hægt að vera viss um allt í þessu þá er þetta bara staðan“

„Þó það sé ekki al­veg hægt að vera viss um allt í þessu þá er þetta bara staðan“