fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. mars 2023 16:30

Sara Pálsdóttir, lögmaður, hefur látið sig störf barnaverndarjerfisins varða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma í einhverju húsnæði með einhverja eftirlitsmanneskju sem hangir yfir þér. Það er eftirlit, það er hlustað og horft á allt sem þú segir og gerir og ef þú ætlar að segja eitthvað sem er ekki þeim þóknanlegt að þá er gripið inn í,“ segir Sara Pálsdóttir lögmaður um það verklag sem gildir þegar foreldrar eru sviptir forsjá barna sinna.

„Það er engin rökstuðningur eða nauðsyn á því að ganga svo langt  og brjóta svona freklega gegn friðhelgi fjölskyldunnar.“

Eftirlit og stjórnun sé andlegt og félagslegt ofbeldi

Þetta segir Sara í viðtalsþættinum Spjallið við Frosta Logason í hlaðvarpsveitunni Brotkast en þar fer lögmaðurinn hörðum orðum um starfsaðferðir barnaverndar á Íslandi. Fullyrðir hún meðal annars að ofbeldi og mannréttindarbrot eigi sér stað innan barnaverndarkerfisins hérlendis. Ofbeldið og mannréttindarbrotin séu framin þegar foreldrar eru sviptir forsjá barna sinna. Þá útskýrir Sara að ein af skilgreiningum andlegs og félagslegs ofbeldis sé eftirlit og stjórnun.

„Ef að þú fengir ekki að hitta börnin þín, ég veit að þú átt ung alveg eins og ég, nema einu til tvisvar á ári í tvær klukkustundir í senn í hrörlegu húsnæði á vegum barnaverndarnefndar með ókunnuga eftirlitsmanneskju hangandi yfir þér sem horfir á allt sem þú segir og allt sem þú gerir…myndir þú upplifa það sem alvarlega nauðung sem veldur þér alvarlegri þjáningu og sársauka,“ spyr lögmaðurinn Frosta í viðtalinu sem játar því umhugsunarlaust.

Ómannúðlegar pyntingar

Bendir Sara á að með þessum aðgerðum barnaverndar er einnig slitið á öll tengsl við afa og ömmur sem og alla stórfjölskyldu viðkomandi barns.

„Normið er svo að þessi börn fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma, einn og hálfan. Það er svo líka erftirlit þar. Ímyndaðu þér niðurlæginguna og sársaukann fyrir þessa einstaklinga sem hafa ekkert annað gert en að elska þessi börn og þrá ekkert annað en að elska þessi börn og veita þeim umhyggju og eyða tíma með þeim,“ segir Sara.

Þá finnst Söru réttlætingar barnaverndar á þessu verklagi algjör þvæla: „Það sem að barnaverndarnefnd gerir til þess að réttlæta þetta er að segja að það megi ekki raska  stöðugleika og ró þessara barna í fóstri. Þetta er algjör þvæla,“ segir Sara.

Sara kafar djúpt í mál barnaverndarkerfisins á Íslandi í fyrrgreindu viðtali og segir starfsaðferðirnar í raun ekkert annað en pyntingar og ómannúðleg, vanvirðandi meðferð fyrir þá sem fyrir henni verða en hægt er að nálgast það hjá hlaðvarpsveitunni Brotkast. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna