fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Kona á Akureyri sakfelld fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi – Örlagaríkt atvik á gatnamótum Gránufélagsgötu og Hjalteyrargötu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. mars 2023 12:00

Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á 24. aldursári hefur verið sakfelld fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot vegna atviks sem átti sér stað á Akureyri 7. október árið 2021. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 24. mars.

Konan hafði ekið austur Gránufélagsgötu en virti ekki biðskyldu á gatnamótum Gránufélagsgötu og Hjalteyrargötu með þeim afleiðingum að hún ók á annan bíl sem snerist á götunni í 90 gráður og í veg fyrir rútu sem ekið var suður Hjalteyrargötu og lenti á bílnum.

Ökumaður bílsins slasaðist nokkuð, hlaut „afrifubrot á enda þvertinds (processus transversus) yfir lendarhryggjarlið 3,“ eins og segir í dómnum.

Brotið telst bæði varða við almenn hegningarlög og umferðarlög. Samkvæmt 219. grein hegningarlaganna varðar það sektum eða fangelsi allt að fjórum árum ef tjón á líkama eða heilbrigði hlýst af gáleysi annars manns.

Konan játaði brot sitt fyrir dómi. Einnig kemur fram að hún er með hreinan sakaferil. Var hún sakfelld og dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu um 335 þúsund króna samanlagt í málskostnað og þóknun til verjanda síns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi