fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vangreiddi tæpar 65 milljónir í virðisaukaskatt – Þarf nú að greiða 158 milljónir í sekt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. mars 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi sem og til greiðslu á 158 milljónum króna í sekt í ríkissjóð fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum um ára bil, fyrir að hafa ekki tilkynnt virðisaukaskattskylda starfsemi fyrirtækis síns til ríkisskattstjóra fyrr en rúmum fjórum mánuðum eftir að starfsemi hófst og svo fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa tilskilið bókhald í samræmi við lög um bókhald auk þess að hafa vanrækt að varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn með fullnægjandi hætti.

Málið varðaði virðisaukaskatt samtals að fjárhæð  um 64,7 milljóna fyrir árin 2016 og 2017.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust og því var farið með málið, sem var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem játningarmál og það sett í dóm án frekari sönnunarfærslu eftir að ákæruvaldi og verjanda hafi verið gefinn kostur á að tjá sig stuttlega um ákvörðun viðurlaga og lagaatriði.

Maðurinn hafði ekki áður sætt refsingu samkvæmt fyrirliggjandi sakavottorði. Var því litið til þess við ákvörðun refsingar sem og til þess að hann hafi játað brot sín skýlaust. Eins tók dómari tillit til þess að töluvert er síðan brotin áttu sér stað.

Engu að síður væri ekki hægt að líta framhjá því að brotin töldust stórfelld.

Því væri hæfileg refsing ákveðin 12 mánuðir, en taldi dómari rétt að hafa refsinguna skilorðsbundna.

Dómari taldi að einnig bæri að dæma manninum fésekt og vísaði til þess að slíka bæri fyrir viss tímabil brotanna að miða við þrefalda fjárhæð vangreiddra skatta, en fyrir önnur tímabil að miða við tvöfalda fjárhæð.

Var niðurstaðan því að honum bæri að greiða 158 milljónir króna í sekt og verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þá þarf maðurinn að sitja af sér 360 daga í fangelsi.

Hætta á að sektir séu ekki greiddar

Nýlega vakti Ríkisendurskoðun athygli á því að innheimtuhlutfall dómsekta, líkt og lögð var á í ofangreindu máli, sé verulega lágt hér á landi og lækki hlutfallið eftir því sem sektir eru hærri þannig þeim mun hærri sem sekt er dæmd, þeim minni eru líkurnar á því að sektin fáist greidd.

Fyrninga sektardóma og afskriftir séu verulegar og staðan í fangelsunum sé slík að hverfandi líkur eru á því að þeir sem ekki greiði sektir sínar séu látnir sitja af sér vararefsinguna.

Ríkisendurskoðun vakti athygli á því að þó að í hegningarlögum segi að við meiriháttar skattalagabroti sé hægt að dæma allt að sex ára fangelsisvist þá sé það sjaldnast gert, reyndar sé sjaldnast dæmd óskilorðsbundin fangelsisrefsing í slíkum málum. Í þeim séu helst dæmdar háar sektir, sem svo aftur á móti innheimtast ekki.

Sjá einnig: Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar sýnir að skattsvikarar sleppa við háar sektargreiðslur þrátt fyrir dóma – Furða sig á áhugaleysi ráðuneytisins

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat