fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Lögregla leitar manns eftir skotárár á Dubliner

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. mars 2023 22:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna skotárásar sem átti sér stað inni á kránni Dubliners snemma í kvöld. DV greindi frá og birti myndir og myndband af vettvangi en sérsveitin var kölluð til vegna árásarinnar.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að tveir gestir á staðnum hafi slasast lítillega í árásinni en skotmannsins er nú leitað:

„Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hafi komið inn á Dubliners við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypti af einu skoti inni á staðnum. Skotið hafnaði á vegg við barinn. Maðurinn hljóp síðan strax af vettvangi. Lögreglan brást skjótt við og sendi mikið lið á vettvang ásamt sérsveit og sjúkraliðar voru einnig kallaðir til. Lögreglan vopnaðist og var viðbúnaður mikill. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn aðilinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Stuttu seinna fundu lögreglumenn skotvopn nærri vettvangi. Lögreglan leitar nú skotmannsins og hvetur viðkomandi til þess að gefa sig fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“