fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Lögregla leitar manns eftir skotárár á Dubliner

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. mars 2023 22:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna skotárásar sem átti sér stað inni á kránni Dubliners snemma í kvöld. DV greindi frá og birti myndir og myndband af vettvangi en sérsveitin var kölluð til vegna árásarinnar.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að tveir gestir á staðnum hafi slasast lítillega í árásinni en skotmannsins er nú leitað:

„Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hafi komið inn á Dubliners við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypti af einu skoti inni á staðnum. Skotið hafnaði á vegg við barinn. Maðurinn hljóp síðan strax af vettvangi. Lögreglan brást skjótt við og sendi mikið lið á vettvang ásamt sérsveit og sjúkraliðar voru einnig kallaðir til. Lögreglan vopnaðist og var viðbúnaður mikill. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn aðilinn hafði áhyggjur af heyrn sinni. Stuttu seinna fundu lögreglumenn skotvopn nærri vettvangi. Lögreglan leitar nú skotmannsins og hvetur viðkomandi til þess að gefa sig fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Í gær

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Í gær

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af