fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Bjartsýnin dugði ekki til – Taj Mahal gjaldþrota og aðeins nokkrir tíu þúsund kallar fundust í búinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 10:30

Gestir voru margir ánægðir matinn, meðal annars sá sem birti þessa mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingafyrirtækið Taj Mahal var tekið til gjaldþrotaskipta þann 2. nóvember 2022 og lauk skiptum í búinu þann 27. janúar síðastliðinn. Tilkynning um þetta hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu og kemur þar fram að eignir sem fundust í búinu voru aðeins upp á tæplega 80 þúsund krónur.

Ekkert fékkst upp í almennar kröfur sem voru rúmlega 11,5 milljónir króna.

Hjónin Usman og Farzana veðjuðu á veitingarekstur í Covid-fárinu en athygli vakti að þau opnuðu nýjan veitingastað í miðborginni undir merkjum Taj Mahal snemma í faraldrinum. Fréttablaðið greindi frá þessu í mars árið 2020. Síðar opnuðu þau stað á Grensásvegi. Einnig hafa þau rekið gistiheimili í Reykjavík og Hveragerði.

Þau Usman og Farzana hafa lagt áherslu á dugnað, góðan mat og sanngjarnt verð og voru bjartsýn á veitingarekstur í Covid, ef marka má áðurnefnt viðtal í Fréttablaðinu. „Lífið snýst um vinnuna og við tökum engin frí,“ sögðu þau. Sú bjartsýni dugði þó því miður ekki til því því Taj Mahal varð gjaldþrota ekki löngu eftir að Covid-fárinu lauk.

Í viðtalinu kom einnig fram að hjónin höfðu komið hingað til lands meðal annars vegna þess að hér væru mannréttindi og tjáningarfrelsi í hávegum höfð í hávegum höfð. „Það hefur alltaf verið draumur minn að fara út í eigin rekstur. Faðir minn var í veitingarekstri og ég lærði ýmislegt af honum,“ sagði Usman við Fréttablaðið.

Á Google segir að Taj Mahal veitingastaðurinn við Tryggvagötu sé lokaður tímabundið. Þar kemur einnig fram að hann hefur heilt yfir fengið góðar umsagnir matargesta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“