fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Fréttir

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 8. desember 2023 19:39

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háttsemi þriggja kvenna, sem starfa hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem átti sér stað í fræðsluferð íslenskra lögreglumanna og saksóknara lögregluembætta til Póllands dagana 7.-11. nóvember er til skoðunar hjá embættinu. Pöntuðu konurnar sér þjón­ustu karl­kyns stripp­ara, en fræðsluferðin var um hat­ursáróð­ur.

„Málið er litið alvarlegum augum enda eru ríkar kröfur gerðar til starfsmanna embættisins um að vera til fyrirmyndar í hvívetna,“ segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við Heimildina.

Námskeiðið var haldið á vegum mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, sem heyrir undir ríkislögreglustjóra, og voru þar fulltrúar ýmissa lögregluembætta á landinu. Yfirskrift námskeiðsins var „Hatursglæpir – uppgangur öfgaafla“ og var haldið í bænum Auschwitz, þar sem fanga- og útrýmingarbúðir nasista voru í seinni heimsstyrjöldinni og var einn dagur tileinkaður útrýmingarbúðunum þar sem farið var í skoðunarferð. 

Þátttakendur á námskeiðinu fóru að skemmta sér eitt kvöldið í ferðinni og ákváðu konurnar að panta þjónustu karlkyns strippara. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar tóku konurnar fjölda mynda þetta kvöld og deildu í lokuðum hópi á samfélagsmiðlinum Snapchat. Í frétt Heimildarinnar kemur fram að þetta hafi lagst misvel í aðra sem voru í ferðinni og voru vitni að uppákomunni. Einnig mun vera mikil ólga vegna málsins innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Heimildin fékk ekki staðfest hvort einhver kvennanna hafi fengið áminningu og/eða verið settar í tímabundið leyfi frá störfum vegna málsins, né hvort um brot á siðareglum væri að ræða.

Frétt Heimildarinnar má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Veitinga- og athafnamaður á skilorði vegna skattsvika og fékk 87 milljón króna reikning frá ríkissjóð

Veitinga- og athafnamaður á skilorði vegna skattsvika og fékk 87 milljón króna reikning frá ríkissjóð
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Óvæntur starfsmannafundur til að tilkynna um sameiningu – 14 sagt upp störfum

Óvæntur starfsmannafundur til að tilkynna um sameiningu – 14 sagt upp störfum
Fréttir
Í gær

Maður á jeppa elti móður og dóttur í Grafarvogi – „Hann rífur í mig og lemur mig í bringuna“

Maður á jeppa elti móður og dóttur í Grafarvogi – „Hann rífur í mig og lemur mig í bringuna“
Fréttir
Í gær

Þjóðskrá segir Önnu og Gunnlaug geta ekki átt lögheimili á Íslandi – „Það er í alvöru hægt að „henda okkur úr landi““

Þjóðskrá segir Önnu og Gunnlaug geta ekki átt lögheimili á Íslandi – „Það er í alvöru hægt að „henda okkur úr landi““
Fréttir
Í gær

Kona trylltist fyrir utan Egilshöll

Kona trylltist fyrir utan Egilshöll
Fréttir
Í gær

Þorsteinn harmar leigubílafrumvarpið – „Þessa þróun þarf að stöðva strax“

Þorsteinn harmar leigubílafrumvarpið – „Þessa þróun þarf að stöðva strax“
Fréttir
Í gær

Stefnir Disney World eftir voveiflegt dauðsfall eiginkonu sinnar

Stefnir Disney World eftir voveiflegt dauðsfall eiginkonu sinnar
Fréttir
Í gær

Dularfulla hljómplötusendingin frá Þýskalandi – Kona og karl sakfelld

Dularfulla hljómplötusendingin frá Þýskalandi – Kona og karl sakfelld