fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Breiður stuðningur við bælingarmeðferðarbann í Bretlandi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. desember 2023 10:00

Frumvarpið inniheldur banni við bælingarmeðferð transfólks. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp um bann við bælingarmeðferðum verður lagt fram á breska þinginu í dag. Búist er við því að það fái góðan stuðning enda lofuðu allir flokkar að banna bælingarmeðferðir fyrir síðustu kosningar.

Bælingarmeðferðir eru afar umdeildar og snúast einkum um að reyna að breyta kynhneigð fólks eða að bæla niður kynhneigðina. Þær eru algengar í Bandaríkjunum og eru oft stundaðar af evangelílskum trúarsöfnuðum.

Bælingarmeðferðir eru bannaðar í 26 löndum, þar á meðal á Íslandi, Frakklandi og Spáni. Einnig í mörgum af frjálslyndari fylkjum Bandaríkjanna, á vestur og austurströndinni.

Það er Lloyd Russell-Moyle, þingmaður Verkamannaflokksins frá Brighton, sem leggur fram frumvarpið, en þegar hafa nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins lýst stuðningi við það og eru meðflutningsmenn. Líklegt er að það verði tekið fyrir í vor. Staðarblaðið The Argus greinir frá þessu.

Frumvarpið inniheldur einnig bann við bælingarmeðferðum trans-fólks. Allir stóru flokkarnir í Bretlandi lofuðu banni við bælingarmeðferðum fyrir síðustu kosningar, árið 2019, og að bannið myndi ná yfir transfólk líka.

„Frumvörp óbreyttra þingmanna hafa hrundið af stað sumum af mestu samfélagsbreytingunum í þessu landi. Ég er gáttaður á þeim mikla stuðningi sem ég hef fengið frá öllum flokkum við þetta frumvarp,“ sagði Russell-Moyle. „Allt of margir hafa þurft að þjást allt of lengi. Við höfum ábyrgð að tryggja að enginn annar þurfi að þjást í svona meðferð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Í gær

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ