fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Barnsfaðir Eddu Bjarkar er á Íslandi – „Að sjálfsögðu á að skila þessum börnum,“ segir lögmaður hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. desember 2023 13:30

Leifur Runólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnsfaðir Eddu Bjarkar Arnardóttur er staddur á Íslandi og freistar þess að hafa á brott héðan af landinu þrjá syni sína og Eddu Bjarkar. Fyrir liggja úrskurðir héraðsdóms og Landsréttar, auk höfnunar Hæstaréttar um að taka málið fyrir, þess efnis að afhenda beri drengina föðurnum, sem er búsettur í Noregi.

Edda Björk situr í gæsluvarðhaldi í Noregi og bíður réttarhalda vegna ákæru fyrir að hafa numið synina á brott úr Noregi og flutt þá hingað til lands.

„Þetta er ekki forsjármál eins og alltaf er verið að skrifa í blöðin, þetta er afhendingarmál sem varðar afhendingu á börnum sem voru tekin með ólöglegum hætti,“ segir Leifur Runólfsson, lögmaður föðurins, í samtali við DV.

„Það er ekkert löglegt í þessu. Núna er móðirin í Noregi og að sjálfsögðu á að skila þessum börnum. Punktur,“ segir Leifur ennfremur.

Aðspurður hvort lagalegar forsendur varðandi afhendingu kunni að hafa breyst eftir brottflutning Eddu Bjarkar frá landinu þá telur Leifur svo ekki vera. „Ég get ekki séð í fljótu bragði að þær hafi breyst en ég er að kanna þetta.“

Aðspurður hvort faðirinn væri í samvinnu við lögreglu um að finna drengina þá segist Leifur ekki vilja tjá sig um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun