fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Varstu að fylgjast með í ár? – Spreyttu þig á áramótaprófi DV

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. desember 2023 16:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar árið er að líða í aldanna skaut er ágætt að rifja upp hvað átti sér stað á árinu. Þeir sem telja sig útlærða í árinu 2023 geta svo spreytt sig á áramótaprófi DV.

Gangi ykkur vel og takk fyrir samfylgdina á árinu.

Verðbólgan var fyrirferðamikil á árinu, og er í dag 7,7 prósent. En hver var verðbólgan í lok janúar á þessu ári?

Kristján Berg Ásgeirsson, Fiskikóngurinn, hefur tilkynnt að tími sé kominn fyrir hann að stíga til hliðar og hleypa Fiskiprinsinum að. Ótengt því afhjúpaði hann skemmtilega staðreynd um sjálfan sig í hlaðvarpinu hjá Sölva Tryggva í mars þar sem hann greindi frá því að hafa lagt þó nokkurn tíma og peninga í að kaupa nokkuð sem flestir fá ókeypis. Hvað var það?

Óánægja meðal almennings var mikil á árinu vegna hárra vaxta, stöðunni í húsnæðis- og heilbrigðismálum og svona mætti áfram telja. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, ákvað af því tilefni að blása til mótmæla í maí. Ekki þótti öllum mikið til mótmælanna koma, meðal annars gerði einn þekktur maður grín að þeim og sagði líklega mörg Júróvisision partý betur sótt. Hver er þessi maður?

Þessi mynd birtist með frétt þann 30. maí, þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skaut föstum skotum á Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra. En hvert var tilefni gagnrýninnar?

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, var í ágúst harðlega gagnrýnd fyrir viðskipti bæjarins við umdeilda auðmenn. Málið varðaði svokallaðan Reit 13, en ekki fór fram útboð og þykja kjörin sem auðmennirnir fengu lóðina á vera nokkuð rífleg. En hvaða auðmenn voru þetta?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra, rifjaði upp Wintris-málið svokallaða í samtali við hlaðvarpið Chat after Dark. Þar sagði hann að réttast hefði verið af honum að kýla sjónvarpsmann þann örlagaríka dag. Hver er sjónvarpsmaðurinn?

Þau tímamót urðu í júlí að Lindarhvolsskýrslan umdeilda, var loksins opinberuð. Þar var sett út á aðkomu lögmanns nokkurs, sem hafi komið að merkilega mörgum verkefnum fyrir ýmist Lindarhvol, fjármálaráðuneytið og Seðlabanka Íslands. Hver er maðurinn?

Fjallað var um meint ógnarástand hjá Ríkiskaupum nú í haust. Þar hafi orðið gríðarleg starfsmannavelta, og hafði Eyjan heimildir fyrir því að starfsmenn upplifðu ógnarstjórn hjá nýjum forstjóra. Hver er forstjóri Ríkiskaupa?

Þessi meistari á meðfylgjandi mynd hefur ratað í fréttir fyrir hetjudáðir en nú í haust greindi hann frá því að vera fastur í vítahring heimilisleysis. En hvað kallast þessi meistari?

Ráðherra í ríkisstjórn rataði ítrekað á síður fjölmiðla, ótengt embættisverkum sínum. Málið tengist hatrömmum deilum sem hafa varið áratugum saman og virðast engan endi ætla að tala. Hver er ráðherrann?

Greint var frá því í nóvember að rausnarleg gjöf til Múlaþings hafi verið afturkölluð, sem kom mörgum í opna skjöldu. Málið varðar þekktan íslenskan listamann og safn sem eftir hann liggur. Hvað heitir safnið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“