fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Völva DV – Bjarni og Katrín hverfa af sjónarsviðinu og ný ríkisstjórn tekur við

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. desember 2023 11:00

Þetta verður næsta ríkisstjórn að mati völvu DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Völva ársins er búsett í eilítið drungalegri íbúð í Þingholtunum og það líður drykklöng stund þar til að viðkomandi kemur til dyra. Stuttu síðar er blaðamaður DV sestur í þægilegan sófa með nokkuð slitnu en upplituðu áklæði sem upphaflega virðist hafa verið sægrænt. Mjúk og óbein birta frá lömpunum og skíman frá fallegum aðventukransi hjúpaði stofuna notalegum blæ. Það fór þó ekki langur tími í kurteisishjal því framundan er langur dagur. Þegar rjúkandi heitt svart kaffi var komið í bollana var hafist handa við að spá í spilin. Hvað er í vændum á næsta ári?

Við byrjum á stjórnmálunum. Völvan andvarpar þungt þegar spurt er hvernig komandi ár verði fyrir ríkisstjórnina. „Ég sé bara innbyrðis átök og spennu og það endar því að upp úr sýður.  Það bendir allt til þess að dagar ríkisstjórnarinnar séu taldir,“ segir völvan.

Völvan tekur brosandi undir að maður þurfi ekki að vera mjög spámannlega vaxinn til að spá hörmungarári fyrir ríkisstjórnina. Fylgi flokkanna sem hana skipa er fallandi og lítil samstaða virðist vera til staðar.

„Það virðast ekkert endilega vera eitt stórt mál sem lætur stjórnina riða til falls heldur frekar nokkur smámál sem safnast upp og fara óendanlega í taugarnar á stjórnmálamönnunum og kjósendum. Til dæmis mál eins og sendiherrahneyksli. Það eru aðilar innan ríkisstjórnarinnar sem upplifa það sem örgustu móðgun að bjóða upp á Svanhildi og Loga Bergmann í Washington. Fleiri svona hallærisleg mál eiga eftir að koma upp þar til ákveðið verður bara að henda inn handklæðinu, ljúka stjórnarsamstarfinu og boða til kosninga,“ segir völvan ákveðin.

Guðni situr áfram

Aðspurð hvenær slíkar kosningar eigi sér stað segir völvan að það verði með haustinu og ef giska ætti á dag þá væru ákveðnar vísbendingar um 21. september.

„Kosningarnar verða rúmur þremur mánuðum eftir forsetakosningarnar í sumar. Guðni forseti mun tilkynna það um áramótin að hann hyggist gefa kost á sér til endurkjörs og hann verður endurkjörinn með glæsibrag.“

Guðni Th. Jóhannesson mun sitja áfram á Bessastöðum

Varðandi sigurvegara væntanlegra þingkosninga segir völvan stórsigur Samfylkingarinnar blasi við. „Ef ég ætti að skjóta á niðurstöður kosninganna þá sýnist mér að Samfylkingin fái 20 þingmenn kjörna og Viðreisn fái átta þingmenn. Þessir flokkar myndi svo ríkistjórn með Framsóknarflokknum, sem tapar miklu og fær aðeins sex þingmenn, en ráðherrastólarnir heilla sem fyrr.“

Bjarni hættir en Katrín fellur

Völvan segist sjá fyrir mismunandi örlög hjá núverandi turnum í íslenskum stjórnmálum, Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni. „Katrín mun leiða Vinstri Græna í kosningunum og upplifa gríðarlega niðurlægingu því flokkurinn nær ekki manni inn. Það verða stærstu tíðindi kosninganna. Bjarni mun hins vegar sjá sæng sína útbreidda og hætta í stjórnmálum. Það mun koma í hlut Þórdísar Kolbrúnar að leiða flokkinn inn kosningarnar og sú orrusta mun reynast henni erfið. Sjálfstæðisflokkurinn fær tólf þingmenn og missir tvo í Suðurkjördæmi, einn í Kraganum, einn í Reykjavík og einn í Norðvesturkjördæmi.“

Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir munu hverfa af sjónarsviðinu

Völvan segir að það sé í kortunum að Sósíalistaflokkur Íslandi nái inn fjórum þingmönnum og einn þeirra verði fjölmiðlamaðurinn Gunnar Smári Egilsson. Þá muni Píratar halda sínum sex þingmönnum, Miðflokkurinn fái fjóra þingmenn, eftir umdeilda kosningabaráttu, og Flokkur fólksins slefi inn á þing með þrjá þingmenn.

Auk Bjarna og Katrínar blasi við að margir þekktir þingmenn hverfi til annarra starfa. Þar má nefna Svandísi Svavarsdóttur og Guðmund Inga Guðbrandsson, Lilju Alfreðsdóttur, Birgi Ármannsson, Tómas Tómasson og Jakob Frímann Magnússon.

Völvan segir flokkana sem mynda nýja ríkisstjórn vinna kosningarnar næsta haust meðal annars með því að lofa ráðdeild í opinberum rekstri, niðurskurði á eyðslu við æðstu stjórn ríkisins og því að hefja til vegs og virðingar gömul loforð um „báknið burt“ sem Sjálfstæðismenn gerðu frægt fyrir 50 árum en hafa svo ekki haft að leiðarljósi.

Dagur mætir loksins í landsmálin

„Það verður byrjað á toppnum með því að fækka ráðherrum um tvo, það er að segja að leggja niður tvö af núverandi ráðuneytum, lækka laun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna ráðuneyta um 10 prósent strax. Skilaboðin og fordæmið komi frá toppnum og svo verði haldið áfram niður stigann,“ segir völvan.

Dagur B. Eggertsson mætir loks í landsmálin á nýju ári

Völvan er komin á flug og slær ekki hendinni á móti því að giska á hverjir enda með ráðherrastól. Þar ber hæst innkoma Dags B. Eggertsonar í landsmálin.

* Kristrún Frostadóttir – forsætisráðherra.

* Sigurður Ingi Jóhannsson –  fjármála-, efnahags-og vinnumarkaðsráðherra.

* Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir – utanríkisráðherra.

* Dagur B. Eggertsson – fer í landsmálin og tekur við velferðarráðuneytinu sem hefur með að gera heilbrigðis-og félagsmálin.

* Guðmundur Árni Stefánsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

* Hanna Katrín Friðriksson innviðaráðherra.

* Ásmundur Einar Daðason menntamála- og barnaráðherra

* Logi Einarsson matvæla-og iðnaðarráðherra.

* Daði Már Kristófersson – viðskipta-og ferðamálaráðherra.

* Oddný Harðardóttir dóms-og kirkjumálaráðherra.

Völvan setur helst fyrirvara við að Jóhann Pál Jóhannsson sem er nánasti samstarfsmaður Kristrúnar Frostadóttur. „Það er alveg ágætur möguleiki að Jóhann Páll Jóhannsson fái sæti við ríkisstjórnarborðið og kæmi hann þá helst í stað Loga,  en ég held samt að hann verði utan stjórnar og stýrir þá mikilvægri þingnefnd.“

Willum Þór Þórsson taki svo við embætti forseta Alþingis enda er hann vel liðinn í öllum flokkum, segir völvan íbyggin.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið samfellt í ríkisstjórn Íslands frá árinu 1991, eða í þriðjung aldar, að undanskildum árunum 2009 til 2013 þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var við völd. Völvan telur að þessi breyting eigi eftir að mælast vel fyrir meðal landsmanna sem verði uppteknari af baráttunni við verðbólgu og okurvexti en ráðherraskiptum.

Að mati Völvunnar verður Sjálfstæðisflokkurinn hvíldinni feginn. Hann fái nú gott tækifæri til að endurmeta stefnu sína og vinnubrögð og muni rísa sterkur upp eftir gagngerar breytingar, eins konar endurfæðingu, að tveimur til þremur kjörtímabilum liðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“