fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Fyrrum ráðgjafi Pútíns segir að allt bendi til að stríðið muni vara áratugum saman

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. desember 2023 04:35

Úkraínskir hermenn í vetrarklæðnaði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergei Utkin, sem er fyrrum ráðgjafi Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, er ekki bjartsýnn hvað varðar lok stríðsins í Úkraínu. Hann segir að stríðið sé orðið að lokaorrustunni í huga Pútíns, orrustan sem skipti öllu.

Þetta sagði hann í samtali við danska dagblaðið Information en Utkin býr nú á Fjóni í Danmörku en hann hefur fordæmt stríðsrekstur Rússa gegn Úkraínu.

Hann sagði að Pútín hafi gert stríðið að algjörum miðpunkti í hugmyndafræði sinni og hvernig hann stýri Rússlandi að það sé erfitt fyrir hann að finna útleið. „Þegar maður hlustar á hann, þá skilur hann ekki eftir neinn möguleika á að láta Úkraínu halda áfram að vera til. Í hans huga er ekkert rými fyrir sjálfstæða Úkraínu í framtíðinni,“ sagði Utkin.

Hann sagði að efnahagslegar afleiðingar stríðsins og refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi séu miklar. Þá sé mannfall rússneska hersins gríðarlegt og á einhverjum tímapunkti verði erfitt fyrir Pútín að selja þjóð sinni þá sögu að allt sé eins og það á að vera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
Fréttir
Í gær

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar
Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar