Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir tvo skipstjórnarmenn á skipinu Huginn VE-55 hafa vanrækt skyldur sínar þegar akkeri féll frá borði og olli skemmdum á neysluvatnslögn til Vestmannaeyja. Atvikið átti sér stað 17. nóvember síðastliðinn og vakti mikla athygli enda var í kjölfar óhappsins stórhætta á því að heitavatnlaust yrði í Vestmannaeyjum. Mönnunum tveimur sem báru ábyrgð á skipinu og fóru báðir með ábyrgð skipstjóra var sagt upp störfum vegna óhappsins.
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi hefur lýst yfir vanþóknun sinni á starfslokum mannanna. Sú ályktun varð Sigurgeiri, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, tilefni til að birta yfirlýsingu í vefmiðlinum Tígli. Þar segir hann gögn sýna að mennirnir hafi brugðist skyldum sínum. Sigurgeir skrifar:
Sigurgeir segir ennfremur:
„Mat mitt sem framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf. var að í aðdraganda atviksins hefðu skipstjórnarmenn Hugins ekki rækt skyldur sínar með viðunandi hætti, eins og að framan er lýst. Því var ekki annað verjandi en að gera starfslokasamninga þá. Við það mat stend ég.“