Samkvæmt spánni verður kaldast norðan Hofsjökuls og gæti frostið þar farið niður í -30 gráður í fyrramálið.
Það verður líka kalt í byggð og á höfuðborgarsvæðinu gæti hitinn farið niður í -10 gráður á morgun. Það verður bjart og fallegt veður og hægur vindur. Á Akureyri gæti frostið farið niður 13 gráður en þar verður einnig bjart yfir og fallegt veður.
Það verður kalt um allt land á morgun og eru bláar tölur raunar í kortunum fram á nýársdag en þá gæti rignt víða um land.
Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands:
Á laugardag:
Austan 3-8 m/s, en 8-13 með norður- og suðurströndinni. Dálítil snjókoma með köflum, en úrkomulaust vestanlands. Frost 0 til 10 stig, mildast syðst.
Á sunnudag (gamlársdagur):
Norðlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað með köflum og él á stöku stað. Bætir í vind og fer að snjóa austanlands um kvöldið. Frost 2 til 12 stig, mest inn til landsins.
Á mánudag (nýársdagur):
Norðaustan 10-18. Rigning eða slydda um landið austanvert, snjókoma norðvestantil, en úrkomulítið suðvestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hlýnar í veðri.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustanátt og dálítil él, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Kólnar smám saman aftur.