fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Fullkomnustu orustuþotur Rússar eru farnar að hrapa af himnum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. desember 2023 06:25

Flak SU-34 herþotu. Mynd:Tiktok/vasyaba7

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan hluti heimsbyggðarinnar hefur fagnað jólunum með tilheyrandi rólegheitum og helgistundum stóðu úkraínskar loftvarnarsveitir í ströngu við að skjóta rússneskar orustuþotur niður yfir suðurhluta Úkraínu.

Frá því á föstudag hafa þær skotið fimm Su-34 orustuþotur niður og eina SU-30. Þetta eru fullkomnustu orustuþotur Rússa. Heimildarmenn innan úkraínska hersins og rússneskir herbloggarar skýra frá þessu.

Business Insider segir að þrjár SU-34 hafi verið skotnar niður yfir Kherson á föstudaginn, líklega með Patriot-loftvarnarkerfi en Úkraínumenn hafa fengið slík kerfi frá Vestrænum bandamönnum sínum.

Forbes segir að föstudagurinn hafi verið einn versti dagur rússneska flughersins í hinu 22 mánaða langa stríði. Kyiv Post segir að Rússar hafi nú hert leitina að vopnakerfunum sem skutu flugvélarnar niður.

Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið en rússneski herbloggarinn Fighterbomber, sem er með rúmlega 400.000 fylgjendur á Telegram, skýrði frá tjóni Rússa og að líklega hafi úkraínskar loftvarnarsveitir verið að verki.

Á mánudag sagði Kyiv Post, sem og fleiri miðlar, frá því að ein SU-34 vél til viðbótar hafi verið skotin niður nærri Maríupól í Donetsk.

Úkraínski herinn skýrði síðan frá því á mánudaginn að SU-30 vél hafi verið skotin niður yfir Svartahafi.

Þegar tilkynnt var fyrir ári síðan að Vesturlönd ætluðu að senda Úkraínumönnum Patriot-loftvarnarkerfi gerði Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lítið úr styrk kerfisins og sagði meðal annars: „Móteitur finnst alltaf. Rússland mun eyðileggja Patriot-kerfin,“ sagði hann þá að sögn The Guardian.

Patriot er hannað til að skjóta niður flugvélar, þyrlur og ýmsar tegundir flugskeyta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár