fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Ólafur ætlaði að gista í Grindavík en var hótað handtöku – „Það er ekkert að hérna, það er ekkert hættuástand“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. desember 2023 07:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Benedikt Arnberg Þórðarson, íbúi í Grindavík, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna á Suðurnesjum.

RÚV greindi frá því í gærkvöldi að lögregla hefði sagst ætla að handtaka Ólaf og konu hans ef þau yfirgæfu ekki bæinn. Þau hafa dvalið þar um nætur eftir að hættuástandi var aflýst í bænum en íbúum er aðeins heimilt að dvelja til klukkan 21 á kvöldin.

Í samtali við RÚV í gærkvöldi sagðist Ólafur hafa unnið að viðhaldi á hóteli og veitingastað sem hann rekur í bænum. Lögregla hafi ekið fram hjá húsi þeirra síðustu kvöld án þess að hafa afskipti en í gærkvöldi breyttist það.

„Þá koma hérna lögreglumenn og segja mér að rýma. Ég sagði nei kemur ekki til greina. Það er ekkert að hérna, það er ekkert hættuástand. Stúlkurnar fluttu mér þá kveðju að ef ég héldi þessu til streitu yrði algerlega lokað fyrir alla Grindvíkinga að komast inn í plássið,“ sagði Ólafur við RÚV.

Það var svo laust fyrir klukkan 23 í gærkvöldi að tvær lögreglukonur birtust fyrir utan heimili hans með handtökuheimild. Ákváðu Ólafur og kona hans að yfirgefa bæinn frekar en að vera handtekin.

Hann kveðst ekki vera sáttur við stöðu mála og hann sé ekki eini Grindvíkingurinn sem er þeirrar skoðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“