Árið 2017 var greint frá því að fjölmenn sendinefnd frá Norður-Kóreu hefði farið til Spánar í þeim tilgangi að sækja sér innblástur um hvernig staðið er að málum á Spáni. Heimsótti sendinefndin Benidorm og hreifst mjög af þessum vinsæla ferðamannastað.
Framkvæmdir fóru af stað áður en kórónuveirufaraldurinn skall á en þær voru settar á ís meðan á faraldrinum stóð. Þær eru hins vegar aftur komnar á fullt og segja breskir fjölmiðlar frá því að einræðisherra landsins, Kim Jong-Un, stefni að opnun á næstu mánuðum.
Wonsan þykir heppilegur staður fyrir sólarþyrsta og ævintýrasækna ferðamenn en veðurfar þar er einkar hagstætt. Hitastig er yfirleitt í kringum 30 stig yfir sumartímann og sólardagar eru margir.
Michael Madden, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, segir í samtali við breska blaðið The Sun að ef framkvæmdum lýkur og norðurkóresk stjórnvöld gefi út vegabréfsáritanir til erlendra ferðamanna ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að Bretar heimsæki Norður-Kóreu heim.
Norður-Kóreumenn hrifnir af Benidorm og vilja gera alveg eins