fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Norður-Kóreumenn byggja ferðamannaparadís eins og á Benidorm

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. desember 2023 12:13

Það er alveg hægt að sóla sig þarna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdir við ferðamannaparadís í Wonsan Kalma á austurströnd Norður-Kóreu eru sagðar vera í fullum gangi um þessar mundir.

Árið 2017 var greint frá því að fjölmenn sendinefnd frá Norður-Kóreu hefði farið til Spánar í þeim tilgangi að sækja sér innblástur um hvernig staðið er að málum á Spáni. Heimsótti sendinefndin Benidorm og hreifst mjög af þessum vinsæla ferðamannastað.

Framkvæmdir fóru af stað áður en kórónuveirufaraldurinn skall á en þær voru settar á ís meðan á faraldrinum stóð. Þær eru hins vegar aftur komnar á fullt og segja breskir fjölmiðlar frá því að einræðisherra landsins, Kim Jong-Un, stefni að opnun á næstu mánuðum.

Wonsan þykir heppilegur staður fyrir sólarþyrsta og ævintýrasækna ferðamenn en veðurfar þar er einkar hagstætt. Hitastig er yfirleitt í kringum 30 stig yfir sumartímann og sólardagar eru margir.

Michael Madden, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, segir í samtali við breska blaðið The Sun að ef framkvæmdum lýkur og norðurkóresk stjórnvöld gefi út vegabréfsáritanir til erlendra ferðamanna ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að Bretar heimsæki Norður-Kóreu heim.

Norður-Kóreumenn hrifnir af Benidorm og vilja gera alveg eins

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“