fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Svíar heimila Bandaríkjamönnum afnot af 17 herstöðvum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. desember 2023 09:00

Sænskir hermenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar hafa gert víðtækan varnarsamning við Bandaríkin. Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, fór nýlega til Bandaríkjanna til fundar við ráðamenn í varnarmálaráðuneytinu Pentagon og til að skrifa undir varnarsamning ríkjanna.

Hann var við þetta tilefni spurður hvort samningurinn heimili Bandaríkjamönnum að koma kjarnorkuvopnum fyrir í Svíþjóð. „Nei, afstaða Svía er vel þekkt. Við sjáum enga þörf fyrir kjarnorkuvopn í Svíþjóð og Bandaríkin hafa sagt að þau virði þetta,“ sagði hann.

Svíar veita Bandaríkjunum heimild til að koma vopnum og skotfærum fyrir í sænskum herstöðvum og það verða Bandaríkjamenn sem verða með yfirráð yfir vopnunum og skotfærunum og ákveða hvar þeim verður komið fyrir.

Bandarískir hermenn munu fá óhindraðan aðgang að herstöðvunum 17 og þurfa ekki að greiða skatt né hafa vegabréf eða fá vegabréfsáritun til að koma til Svíþjóðar.

Norðmenn og Eystrasaltsríkin hafa gert svipaðan samning við Bandaríkin og Finnar eru við það að ljúka við að gera slíkan samning. Danir eru einnig í viðræðum við Bandaríkjamenn um svipaðan samning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“