fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Svíar heimila Bandaríkjamönnum afnot af 17 herstöðvum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. desember 2023 09:00

Sænskir hermenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar hafa gert víðtækan varnarsamning við Bandaríkin. Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, fór nýlega til Bandaríkjanna til fundar við ráðamenn í varnarmálaráðuneytinu Pentagon og til að skrifa undir varnarsamning ríkjanna.

Hann var við þetta tilefni spurður hvort samningurinn heimili Bandaríkjamönnum að koma kjarnorkuvopnum fyrir í Svíþjóð. „Nei, afstaða Svía er vel þekkt. Við sjáum enga þörf fyrir kjarnorkuvopn í Svíþjóð og Bandaríkin hafa sagt að þau virði þetta,“ sagði hann.

Svíar veita Bandaríkjunum heimild til að koma vopnum og skotfærum fyrir í sænskum herstöðvum og það verða Bandaríkjamenn sem verða með yfirráð yfir vopnunum og skotfærunum og ákveða hvar þeim verður komið fyrir.

Bandarískir hermenn munu fá óhindraðan aðgang að herstöðvunum 17 og þurfa ekki að greiða skatt né hafa vegabréf eða fá vegabréfsáritun til að koma til Svíþjóðar.

Norðmenn og Eystrasaltsríkin hafa gert svipaðan samning við Bandaríkin og Finnar eru við það að ljúka við að gera slíkan samning. Danir eru einnig í viðræðum við Bandaríkjamenn um svipaðan samning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“
Fréttir
Í gær

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“