fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Enn einn rússneskur hershöfðingi féll í Úkraínu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. desember 2023 07:00

Vladimir Zavadskii

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski tveggja stjörnu hershöfðinginn Vladimir Zavadskii lést þann 28. nóvember síðastliðinn á vígvellinum í Úkraínu. Hann var næstráðandi 14. herdeildar rússneska hersins sem berst í Kharkiv. Það voru ekki Úkraínumenn sem bönuðu honum því hann er sagður hafa stigið á rússneska jarðsprengju.

Rússneskir fjölmiðlar, hliðhollir þarlendum stjórnvöldum, skýrðu frá þessu og hefur dauði Zavadskii vakið töluverða athygli í Rússland, sérstaklega vegna þess að yfirvöld leyna því yfirleitt þegar háttsettir herforingjar falla í Úkraínu. Þau leyna raunar flestu því sem við kemur stríðsrekstrinum, þar á meðal hinu gríðarlega mannfalli Rússa.

Zavadskii er fyrsti hershöfðinginn sem vitað er til að hafa fallið síðan í sumar en nafn hans bætis við langa lista yfir háttsetta herforingja sem hafa fallið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. Hinn óháði rússneski miðill Mediazona segir að 2.700 yfirmenn hafi fallið í stríðinu, þar á meðal sjö hershöfðingjar og 91 ofursti.

Rússneski herinn hefur lengi haft það orð á sér að honum sé stýrt ofan frá  og stríðið í Úkraínu hefur staðfest að svo er sagði Claus Mathiesen, hernaðarsérfræðingur við Danska varnarmálaskólann, í samtali við Jótlandspóstinn. Hann sagði að auðvitað sé það tap fyrir herinn að Zavadskii sé fallinn en það sé ekki óbætanlegt tjón fyrir Rússland. Líklega séu mörg þúsund hermenn, sem svipa til hans, í hernum og því verði væntanlega ekki mjög erfitt að finna nýjan mann í hans stað.

Það er svo sem ekki miklar upplýsingar að hafa um dauðdaga Zavadskii en á rússneskum samfélagsmiðlum gengur sú saga að hann hafi stigið á jarðsprengju sem Rússar höfðu sjálfir komið fyrir í Kharkiv. Var henni ætlað að granda úkraínskum könnunarsveitum.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir að margt bendi til Zavadskii hafi fallið í Kherson en ekki Kharkiv.

Mathiesen sagði athyglisvert að 14. herdeildin, sem Zavadskii tilheyrði, sé í Úkraínu. Þessi herdeild tilheyri heimskautasvæði hersins og sé hluti af rússneska norðurflotanum sem hefur aðalbækistöð í Murmansk. „Þess vegna getur maður dregið þá ályktun að Rússar séu  með nánast allt, sem þeir eiga, í stríðinu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi
Fréttir
Í gær

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“