fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
Fréttir

Pálmi ósáttur við sekt á einkastæði – „Þeir hafa valsað hér um og sektað“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 13:51

Sams konar mál rataði í fjölmiðla árið 2019. Mynd/Pálmi Gestsson/Þjóðleikhúsið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pálmi Gestsson fékk 10 þúsund króna stöðumælasekt inn á ógjaldskyldu einkastæði Þjóðleikhússins. Hann segir þetta ekki vera í fyrsta sinn sem stöðumælaverðir fara inn á stæðið og sekta.

„Þeir hafa gert þetta áður. Þeir hafa valsað hér um og sektað,“ segir Pálmi við DV en hann greindi frá sektinni á Facebook síðu sinni og birti mynd af bíl sínum í merktu stæði. „Það er enginn sem kemst inn á svæðið nema starfsfólk Þjóðleikhússins. En samt fara þeir inn og sekta.“

Slá er fyrir svæðinu sem er ætlað fyrir starfsfólk Þjóðleikhússins og enginn annar kemst þar inn. Þetta eru einkastæði og starfsfólkið þarf ekki að greiða fyrir að nota þau.

Þetta er ekki heldur í fyrsta sinn sem mál af þessum toga kemst í fjölmiðla. Því árið 2019 greindi Fréttablaðið frá því að Pálmi hefði verið sektaður.

Á þeim tíma voru miklar framkvæmdir í gangi á Hverfisgötu og aðgengi allt hið versta í kringum Þjóðleikhúsið. Ari Matthíasson, þáverandi Þjóðleikhússtjóri, svaraði að þá hefði stæðið verið skilgreint sem gangstétt og Bílastæðasjóður hefði sagt þeim að umferðarlögin giltu líka um einkastæði.

Pálmi segir að búið sé að ræða við Bílastæðasjóð. „Ég veit ekki hvað kemur út úr þessu. Þetta virðist vera ríki í ríkinu. Það virðist eins og þeir geti gert það sem þeim dettur í hug,“ segir hann.

 

 

Sektin hljóðaði upp á 10 þúsund krónur.
Eins og sést eru bílarnir á merktum stæðum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Guðrún á von á verulegri fækkun hælisleitenda – „Kannski 500 á ári“

Guðrún á von á verulegri fækkun hælisleitenda – „Kannski 500 á ári“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hafa náð sátt um forsenduákvæðin

Hafa náð sátt um forsenduákvæðin
Fréttir
Í gær

Fyrrum framkvæmdastjóri Píeta segir þörf á löggjöf um frjáls félagasamtök – „Syngja oft hin fínustu félög sitt síðasta eða missa sjarmann“

Fyrrum framkvæmdastjóri Píeta segir þörf á löggjöf um frjáls félagasamtök – „Syngja oft hin fínustu félög sitt síðasta eða missa sjarmann“
Fréttir
Í gær

Banaslys á Djúpavogi – Ökumaður vinnuvélar sá ekki fram fyrir sig

Banaslys á Djúpavogi – Ökumaður vinnuvélar sá ekki fram fyrir sig
Fréttir
Í gær

Inga harðorð og segist vera einn fárra þingmanna sem viðurkennir þetta

Inga harðorð og segist vera einn fárra þingmanna sem viðurkennir þetta
Fréttir
Í gær

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“