fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
Fréttir

Árangur Hugarafls vakti áhuga Evrópuráðsins

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 11:32

Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Hugarafls, og Auður Axelsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, héldu erindi á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Evrópuráðsins-Council of Europe/ Steering Committee for Human rights sem haldin var í Riga í Lettlandi á dögunum. Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Axelsdóttir, framkvæmdastjóri Hugarafls, og Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar félagsins, héldu erindi á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Evrópuráðsins (e. Council of Europe/ Steering Committee for Human rights) sem haldin var í Riga í Lettlandi á dögunum.

Hugarafl hefur nú starfað á Íslandi í 20 ár og stuðlað að breytingum og framförum í íslensku geðheilbrigðiskerfi. Evrópuráðið leitaði til Hugarafls vegna þess árangurs sem samtökin hafa náð á undanförnum árum. Í skýrslu Evrópuráðsins er Hugarafl skráð sem ”Best practices” vegna mikils árangurs og hugsjónabaráttu, eins og segir í tilkynningu.

,,Þetta er mikill heiður og viðurkenning á starfi Hugarafls að Evrópuráðið skuli óska eftir nærveru Hugarafls sem nú hefur starfað á Íslandi í 20 ár og stuðlað að breytingum og framförum í íslensku geðheilbrigðiskerfi. Sá góði árangur sem Hugarafl hefur náð með því að ljá notendum von, mynda tengsl á jafningjagrunni og stuðla að valdeflingu þeirra og hvetja þá áfram til bata og betra lífs hefur ekki einungis vakið eftirtekt hérlendis. Árangurinn hefur líka vakið áhuga Evrópuráðsins og annarra erlendra samstarfsaðila Hugarafls erlendis. Hugarafl hefur leitt fjölda verkefna í Evrópu í samstarfi við Erasmus plus og tengslanet Hugarafls teygir sig mjög víða meðal annars til Bandaríkjanna og Indlands svo dæmi séu tekin,“ segir Auður.

Geðfræðslan stuðlað að auknum bjargráðum ungmenna

Fyrra erindi Auðar og Málfríðar fjallaði um starf samtakanna og þann einstaka árangur sem hefur komið fram meðal annars í þjónustukönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í september 2022. Fjallað var um hugmyndafræði bata og valdeflingar, notendastýrða starfsemi á jafningjagrundvelli og þá miklu þekkingu sem hefur skapast á geðheilbrigði með starfsemi félagsins í tvo áratugi. Einnig var farið yfir í erindinu hvernig samskiptum og samvinnu grasrótarsamtakanna er háttað við stjórnvöld og opinberar stofnanir.

Seinna erindi þeirra snéri að geðfræðsluverkefni Hugarafls sem hefur verið rekið í félaginu í tæp 20 ár og snýr að nemendum í grunn- og framhaldsskólum. Í geðfræðslu Hugarafls hafa notendur geðheilbrigðiskerfisins sem einnig eru félagar í Hugarafli farið í grunn- og framhaldsskóla og sagt sögu sína af því að glíma við andlegar áskoranir og náð bata. Verkefnið hefur gefið góða raun því notendurnir hafa náð til unga fólksins með því að ræða við þau á jafningjagrunni, svara spurningum þeirra og þannig sýnt að notendur geðheilbrigðiskerfisins eru venjulegar manneskjur. Einnig hefur geðfræðslan stuðlað að auknum bjargráðum ungmenna til að höndla vanlíðan og finna leiðir til þess að efla geðrækt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðrún á von á verulegri fækkun hælisleitenda – „Kannski 500 á ári“

Guðrún á von á verulegri fækkun hælisleitenda – „Kannski 500 á ári“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hafa náð sátt um forsenduákvæðin

Hafa náð sátt um forsenduákvæðin
Fréttir
Í gær

Fyrrum framkvæmdastjóri Píeta segir þörf á löggjöf um frjáls félagasamtök – „Syngja oft hin fínustu félög sitt síðasta eða missa sjarmann“

Fyrrum framkvæmdastjóri Píeta segir þörf á löggjöf um frjáls félagasamtök – „Syngja oft hin fínustu félög sitt síðasta eða missa sjarmann“
Fréttir
Í gær

Banaslys á Djúpavogi – Ökumaður vinnuvélar sá ekki fram fyrir sig

Banaslys á Djúpavogi – Ökumaður vinnuvélar sá ekki fram fyrir sig
Fréttir
Í gær

Inga harðorð og segist vera einn fárra þingmanna sem viðurkennir þetta

Inga harðorð og segist vera einn fárra þingmanna sem viðurkennir þetta
Fréttir
Í gær

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“