fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Móðir sýknuð af ákæru um að hafa misþyrmt dóttur sinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. nóvember 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag móður af ákæru Lögreglustjórans á Suðurnesjum um barnaverndarlagabrot. Ákæra var gefin út í lok janúar á þessu ári og í henni er meintu broti lýst svo:

„fyrir barnaverndarlagabrot, með því að hafa, miðvikudaginn 20. október 2022, á þáverandi heimili sínu að […] í […], rifið dóttur sína, Y, kt. […], upp af gólfinu í
svefnherbergi Y og hrist hana til þannig að höfuð Y slóst í vegg, auk þess að hafa öskrað á hana umrætt sinn.“

Atvikið átti sér stað 20. október árið 2021 en þann dag kom dóttirin inn á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur móðurinni. Í dómnum segir:

„Skýrsla var tekin af brotaþola síðar sama dag. Lýsti brotaþoli málavöxtum svo að hún hefði sofið illa þá um nóttina vegna mikilla tíðarverkja og því ekki treyst sér í skólann um morguninn. Hefði móðir hennar, ákærða í máli þessu, þá öskrað á hana og sagt henni að gera sig til. Lýsti brotaþoli atvikinu með svofelldum hætti: „svo hún skellti skápnum mínum, opna og loka hurðinni og svo tók hún í hálsinn minn og skellti hurðinni, þrisvar sinnum, á veggnum“. Í kjölfarið hafi brotaþoli hlaupið út úr húsinu til hálfbróður síns, A, sem býr skammt frá heimili brotaþola ásamt móður sinni, B. Í framhaldi af því hafi brotaþoli farið á lögreglustöð og gefið þar skýrslu.“

Dóttirin neitaði að fara í skólann

Átökin urðu er dóttirin neitaði að fara í skólann um morguninn. Dóttirin lýsti því fyrir dómi að atvikið hefði leitt til vinslita milli þeirra mæðgna og að hún flutti til föður síns. Hins vegar hafi þær náð sáttum síðar. Dóttirin taldi að móðirin hefði ekki ætla að meiða hana og vóg sá vitnisburður þungt. Lýsing móðurinn á atvikum fyrir dómi er eftirfarandi í texta dómsins:

„Ákærða kom fyrir dóminn og neitaði sök. Að sögn ákærðu hafi brotaþoli verið orðin of sein í skólann umræddan morgun. Þegar ákærða hafi vakið brotaþola hafi hún sagt að hún gæti ekki farið í skólann þar sem hún hefði lítið sofið um nóttina. Ákærða kveðst hafa ítrekað við brotaþola að hún yrði að fara í skólann. Kvaðst ákærða þá hafa talið að brotaþoli hefði verið vakandi í tölvu alla nóttina, líkt og hún hefði áður gert. Ákærða kveðst margsinnis hafa beðið brotaþola um að fara á fætur, en brotaþoli hafi ávallt neitað. Það hafi „endað með því“ að ákærða hafi verið orðið „ansi óþolinmóð“. Hún hafi beðið brotaþola, sem sé um 170 sentímetrar að hæð, um að standa upp af gólfinu þar sem hún hafi setið. Ákærða kveðst hafa reynt að „tosa hana upp af gólfinu“ með því að taka undir handarkrika brotaþola. Þá hafi brotaþoli „tryllst“, ýtt ákærðu frá sér og slegið til hennar og sagt „ekki meiða mig“. Ákærða kveðst við það hafa sleppt taki á brotaþola og telur hún að brotaþoli hafi þá sennilegast rekið hendur og hugsanlega höfuð og bak í annað hvort fataskáp eða vegg. Ákærða segir brotaþola í framhaldinu hafa farið út úr húsinu og til B sem sé móðir hálfbróður brotaþola en ákærða kveðst hafa haft samband við B til að athuga með dóttur sína.“

Brot ósannað

Dómari taldi ósannað að móðirin hefði hrist dótturin og öskrað á hana eins og haldið er fram í ákæru. Læknisvottorð sem liggur fyrir í málinu leiddi ekki í ljós neina áverka á líkama dótturinnar.

Niðurstaðan var að konan var sýknuð af öllum kröfum ákæruvaldsins.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“