fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Yfirmenn á Keflavíkurflugvelli neita fyrri svörum vegna brottreksturs Ryans – „Búið að vera svo sárt og óréttlát framkoma við okkur“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. nóvember 2023 10:30

Ólíver og Ryan Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan júlí í sumar greindi DV frá máli eiginmannanna Ólíver Steinar Mikulcik Jensson og Ryan David Mikulcik, sem báðir störfuðu áður hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli. 

Sjá einnig: Ryan var rekinn úr starfi á Keflavíkurflugvelli – Eiginmanninum Ólíver boðið nýtt starf en Ryan ekki – „Svona hegðun þarf að stoppa og þetta á ekki að líða hjá neinum fyrirtækjum“

Ryan hóf störf þar í desember árið 2022 eftir að hafa flutt til Íslands frá Bandaríkjunum, en þá hafði Ólíver starfað þar í tæp sjö ár. Líkaði þeim báðum starfið vel, fannst frábært að vinna saman og geta átt frí saman, og voru þeir vel liðnir af samstarfsfélögum og viðskiptavinum.

Eins og rakið er í fyrri frétt DV þá breyttist andrúmsloftið á vinnustaðnum í aðdraganda fundar sem vera átti milli Airport Associates og stéttarfélagsins VR. Fór svo að deildarstjóri kallaði Ryan á fund sinn og tilkynnti honum að ráðningarsamningur við hann yrði ekki endurnýjaður. Ákvað Ólíver í kjölfarið að segja starfi sínu lausu, bæði vegna þess að hann hafði engan áhuga að vinna hjá fyrirtæki sem kemur svona fram og einnig til að standa með maka sínum

Nokkrum dögum seinna sóttu þeir báðir um vinnu hjá Icelandair og var Ólíver boðið starf, en ekki Ryan. Var þeim greint frá að það væri vegna ummæla fyrri vinnuveitanda um Ryan, ummæli sem komu fram áður en þeir sóttu um nýja starfið, frá fyrrum yfirmanni sem ekki var meðmælandi í umsóknum þeirra.

Sögðust þeir vilja stíga fram með reynslu sína þar sem um væri að ræða „hegðun sem  þarf að stoppa og þetta á ekki að líða hjá neinum fyrirtækjum.“

Deildarstjórar neita fyrir fyrri svör og samtöl

Í gær, fimmtudag, greindi Ólíver frá því sem gerst hefur í málinu síðan í sumar. Segir hann að sannleikurinn sé ekki að sigra í málinu, þar sem yfirmenn Airport Associates og Icelandair gangist ekki við að hafa látið orð sín falla.

„Smá update af málinu okkar Ryan við Airport Associates. Það er greinilegt að orð gegn orði á milli yfirmanna hjá Airport Associates, Icelandair og VR vinni sigurinn heldur en sannleikurinn sjálfur.

APA hefur neitað hreinlega fyrir það að hafa farið yfir til Icelandair og rætt um Ryan. Nú neitar svo deildarstjóri Icelandair því líka að þau hafi sagt að hann hafi fengið margar aðvaranir. Þrátt fyrir það að hún hafi sagt það við Ryan í persónu í atvinnuviðtali sem honum var boðið í. Svo segir hún við hann að það væri ein af þeim ástæðum af hverju hún vildi ekki ráða hann í vinnu,“ segir Ólíver. 

„Skil ekki hvað gengur á í hausnum á svona manneskju að segja eitt við viðkomandi og annað við lögfræðinga og stéttarfélög.“

Segir Ólíver að það sé greinilega ekki nógu mikil sönnun fyrir stéttarfélögin eða lögfræðinga að VR hafi fengið símtal frá deildarstjóra Icelandair þar sem hann játar að hafa sagt framangreint við Ryan og það sé heldur ekki nóg að þeir séu einnig með ofangreint skriflegt í tölvupósti frá deildarstjóra Icelandair.

„Við værum ekki búnir að standa í öllu þessu mánuðum saman að berjast fyrir okkar réttlæti ef þetta væri ekki satt. Átt viðtöl við lögfræðinga og bókstaflega brotnað niður fyrir framan þá. Út af þetta er búið að vera svo sárt og óréttlát framkoma við okkur.“

Ryan fékk einnig staðfestingu í tölvupósti frá APA sem einnig var send til VR að það hafi aldrei verið nein aðvörun skráð um Ryan.

Segir Ólíver að daginn eftir að hann birti færslu um málið í sumar, 18. júlí, hafi deildarstjóri Airport Associates mætt með köku handa öllum starfsmönnum og látið eins og ekkert hafi gengið á. 

„Ég get alveg sagt ykkur það, þegar ég byrjaði að starfa hjá Aiport Associates árið 2016 þá var núverandi deildarstjóri APA í sömu starfsstöðu og ég var í, kvartaði hún jafn mikið og aðrir varðandi laun og fleira,“ segir Ólíver.

„Við vorum svo góðir vinir, vorum oft saman á brottförum í vinnunni. Kíktum oft út í bjór með vinnuhópnum, einnig gerði ég brúðargreiðsluna hennar. Svo náttúrulega breytist auðvitað allt saman þegar maður er kominn í yfirmannsstöðu og setur sjálfa sig á háan stól.

Þannig þið getið rétt ímyndað ykkur, hversu miklu sjokki ég var í vegna framkomu hennar við eiginmanninn minn og mig líka.“

Með færslu sinni á Facebook birtir Ólíver skjáskot: „Með staðfest svar á því sem var sagt við okkur frá Icelandair sem er greinilega ekki nógu mikil sönnun fyrir VR og viðbrögð fyrrum starfsmanna vegna framkomu fyrrum yfirmanna. Svona hegðun þarf að stoppa og þetta á ekki að líða hjá neinum fyrirtækjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“