fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Wok On með yfirlýsingu: „Sárt að að búið að sé að bendla veitingastaðinn við málið“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. nóvember 2023 10:28

Mynd: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnendur veitingastaðakeðjunnar Wok On hafa birt yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem þeir segja að engin tengsl séu á milli veitingastaðarins og vörulagersins í Sóltúni.

Mikið hefur verið fjallað um umræddan lager í Sóltúni en þar voru mörg tonn af matvælum geymd við óheilnæmar aðstæður. Rottuskítur var á gólfum og augljós ummerki eftir nagdýr í umræddum lager. Í vikunni kom svo fram að Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur grunaði að matvælum úr kjallaranum hafi verið dreift til matvælafyrirtækja.

Það var þriffyrirtækið Vy-þrif sem hafði umrætt húsnæði á leigu og er það í eigu veitingamannsins Davíðs Viðarssonar sem á Pho Víetnam og er skráður fyrir 40 prósenta eignarhlut í WOKON Mathöll.

Í yfirlýsingu Wok On kemur fram að fyrirtækið vilji koma ákveðnum hlutum á framfæri til að draga úr misskilningi enda „sárt að heyra að búið sé að bendla veitingastaðinn við málið“.

„Wok On hefur ekki keypt neinar vörur sem geymdar voru í vöruhúsinu í Sóltúni. Wok On kaupir nautakjöt frá Esju, kjúkling frá Stjörnugrís, rækjur frá Norðanfisk, egg frá Nesbú og þurrmat aðallega frá Garra en einnig frá Eir, Ekrunni og ÓJK. Grænmetið kemur frá Mata.“

Þá segir í yfirlýsingunni að allar þær vörur sem Wok On kaupir fyrir veitingastaði sína sé hægt að rekja til viðeigandi birgja með kvittunum og reikningum. „Við áréttum því að allar vörur frá Wok On koma frá viðurkenndum birgjum.“

Þá segir enn fremur:

„Wok On ehf. er 100% eigandi og eini rekstraraðili sjö Wok On veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Vík og Hveragerði. Davíð Viðarsson á 40% í Wok On Mathöll ehf sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og aðstoðaði hann við opnun þeirra. Einnig á hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og leigir veitingastaðurinn það rými frá Davíð. Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“