fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ármann segir bara tímaspursmál hvenær gos hefst

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. nóvember 2023 08:00

Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þakið er að gefa sig, þetta er bara þannig. Fyrir mér er þetta bara dagaspursmál hvenær þetta kemur upp,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og jarðefnafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Ísland, í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður hvernig hann túlki jarðskjálftahrinuna sem reið yfir Reykjanesskaga í fyrrinótt.

Hann sagði enga spurningu að það muni gjósa, spurningin sé bara hvenær. Það sé ekki hægt að dæla endalaust inn í hólfið, þar sem kvikan er að safnast fyrir. Berg hafi ákveðna sveigju og möguleika til að taka við og að lokum verði spennan orðin svo mikil að þakið bresti og þá sé komið gat upp á yfirborðið.

Hann sagði mikilvægt að strax verði byrjað að tryggja innviði á Reykjanesskaga, búið sé að hanna varnargarða sem munu liggja um virkjunina í Svartsengi og Bláa lónið.

Hvað varðar Grindavík sagði hann að eins og staðan er núna þá nái hraunið ekki að bænum fyrr en eftir 4-5 daga. „Það á ekki að þurfa að vera panik, menn þurfa bara að vita þetta,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“