fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

„Að þessi reyndi þingmaður og lögmaður skilji þetta ekki er risastórt rautt flagg“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Trausti Reynisson, blaðamaður og framkvæmdastjóri Heimildarinnar, segir að tveir stjórnmálamenn á sitt hvorum endanum hafi í gær afhjúpað andlýðræðisleg viðhorf í tilefni af rekstrarstyrkjum ríkisins til fjölmiðla að norrænni fyrirmynd.

„Um leið minntu þeir á hvers vegna Ísland hefur í gegnum tíðina glímt við að vandamál af völdum stjórnmálamanna,“ segir Jón Trausti og vísar í ummæli þeirra Brynjars Níelssonar lögmanns og fyrrverandi þingmanns og aðstoðarmanns dómsmálaráðherra.

Vildi að ráðherra veldi sjálfur

Brynjar skrifaði færslu á Facebook þar sem hann lagði til að ráðherra sjálfur myndi velja meðlimi úthlutunarnefndar rekstrarstyrkja til fjölmiðla í stað þess að fá tilnefningu frá Háskóla Íslands, Hæstarétti og Ríkisendurskoðanda.

„Ástæðan fyrir því að ráðherra velur ekki sjálfur fólkið sem ráðstafar ríkisstyrkjum til fjölmiðla, í lýðræðislegum tilgangi, er viðleitnin til að fyrirbyggja spillingu. Eins og við vitum hafa stjórnmálamenn ímugust á fjölmiðlum sem henta þeim ekki. Þetta má til dæmis sjá á orðræðu Brynjars um tiltekna fjölmiðla. Merkilegt nokk hafa síðan samflokksmenn hans miklar mætur á einum fjölmiðlinum, stærstu ritstjórninni, sem er ritstýrt af fyrrverandi formanni þeirra,“ segir Jón Trausti og vísar í Morgunblaðið.

Hann bendir á að stjórnarformaður útgáfufélags Morgunblaðsins er Sigurbjörn Magnússon, faðir Áslaugar Örnu, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

„Ímyndum okkur að einn ráðherranna, til dæmis bara sá ráðherra flokksins sem er dóttir stjórnarformanns útgáfufélags Morgunblaðsins, setti sitt fólk í að grúska í fjölmiðlunum og hafa bein áhrif á fjárframlög til þeirra. Um leið og það skapaði ótta meðal óháðra fjölmiðla við hefnd ráðherrans myndi það grafa undan trúverðugleika ferlisins. Það að þessi reyndi þingmaður og lögmaður skilji þetta ekki er risastórt rautt flagg í ætt við þau sem við höfum séð á torgum í Kína,“ segir Jón Trausti.

Dóra vill ekki að Mogginn fái styrk

Brynjar var ekki eini stjórnmálamaðurinn sem gerði styrki til fjölmiðla að umtalsefni í gær. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, gagnrýndi að Morgunblaðið fengi ríkisstyrki á grundvelli þess að það væri ekki hlutlaus fjölmiðill. Vísir fjallaði meðal annars um það í gær.

„Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að úrskurða um ríkisstyrki til fjölmiðla og alls ekki á grundvelli þess hvort þeir skrifi jákvætt eða neikvætt um sömu stjórnmálamenn eða flokka þeirra. Það er nákvæmlega ástæðan fyrir rauða flagginu sem blaktir yfir Brynjari. Hins vegar má segja Dóru Björt til varnar að þótt erfitt sé að mæla efnislegt hlutleysi fjölmiðla og hvað þá nota það sem viðmið í höndum stjórnsýslu eða stjórnmála, er hægt að mæla formlegt hlutleysi þeirra.“

Jón Trausti segir að aðferðin liggi í að greina slóð peninganna sem forsendu tilvistar þeirra. Hann bendir á að útgáfufélag Morgunblaðsins hafi verið rekið með miklu tapi síðustu ár.

„Morgunblaðið er formlega háð hagsmunablokkinni sem fjármagnar blaðið, íslenskum útgerðarmönnum. Það er síðan með fyrrgreind og fleiri tengsl við einn stjórnmálaflokk. Að sama skapi fær Bændablaðið ríkisstyrk, þrátt fyrir að vera gefið út af hagsmunasamtökunum Bændasamtökum Íslands, sem eru þó minna fjársterk en íslenskir útgerðarmenn.“

Verða alltaf andvígir styrkjum

Jón Trausti er þeirrar skoðunar að fjölmiðlar sem eru niðurgreiddir af hagsmunaaðilum ættu ekki að fá ríkisstyrki. Þá gæti einföld reglugerð eða lög kveðið á um að fjölmiðlafyrirtæki sem eru rekin með tapi í tiltekinn tíma séu undanþegin styrk.

„Sjálfstæðismenn og auðmenn munu alltaf reyna að grafa undan styrkjum eða skattaafsláttum ríkisins til fjölmiðla, þrátt fyrir lýðræðislegan tilgang. Ástæðan er að hagsmunum þeirra er best borgið með því að fjölmiðlar séu sem mest á forsendum auðmanna og sem veikastir að öðru leyti. „Í ruslflokki,“ eins og Brynjar hefur sagt, eða „orðnir lítið annað en skel,“ eins og núverandi flokksformaður hans hefur sagt. Þegar valdir fréttamiðlar eru síðan niðurgreiddir af sama mengi veldur það samkeppnishindrun sem gerir margfalt erfiðara að reka óháða fjölmiðla.“

Jón Trausti segir að lokum að staðreyndin sé sú að ríkisstyrkirnir, eins og styrkir til rithöfunda og fleiri, sem veittur eru á hlutlægum og hlutlausum forsendum, geri fjölmiðla sjálfstæðari en ella.

„Áður en hætt er með þá ætti að stöðva niðurgreiðslur hagsmunaaðila sem er ætlað að hafa áhrif á skoðanir fólks og koma ríkisvaldinu í ákveðnar hendur, nánar tiltekið Brynjars og félaga, sem hafa sögulega sýnt verulegt markaleysi í meðferð sinni á valdheimildum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“