fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Yfirmaður úkraínska hersins segir pattstöðu í stríðinu og biður um hjálp

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 18:00

Ónýtir skriðdrekar í Kharkiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Úkraínu er nánast komið í pattstöðu að mati Valerii Zaluzhnyi, yfirmanns úkraínska heraflans. Þetta kemur fram í viðtali við hann sem birtist í The Economist í síðustu viku.

Hann segir að það þurfi að styrkja Úkraínu hernaðarlega séð, sérstaklega með hátæknibúnaði, til að hægt sé að breyta stöðunni.

Hann segist einna helst óska eftir hjálp til að ná betri tökum á loftrýminu yfir Úkraínu. „Eins og í fyrri heimsstyrjöldinni höfum við náð tæknilegu stigi sem veldur því að upp kemur pattstaða,“ skrifar hann.

Hann segir að algeng vopn á borð við flugskeyti og sprengjur verði áfram mikilvæg en það sé ekki nóg.

Nú eru um fimm mánuðir síðan gagnsókn Úkraínumanna hófst en hún hefur ekki gengið eins og vonast hafði verið til því Úkraínumönnum hefur ekki af neinni alvöru að brjótast í gegnum varnarlínur Rússa.

Nú er veturinn að bresta á og þá má reikna með að sóknin muni ganga enn hægar. „Veturinn mun koma Rússum að gagni og hjálpa þeim við að enduruppbyggja hersveitir sínar og þannig með tímanum ógna úkraínska hernum og landinu sjálfu,“ segir Zaluzhnyi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“