Adam skarst á háls þegar Matt Petgrave, leikmaður Sheffield Steelers, fór með skautana í hálsinn á Adam með þeim afleiðingum að honum blæddi út.
Myndband af atvikinu hefur vakið talsverða athygli og hafa ýmsir velt því upp hvort Petgrave hafi ætlað sér að skaða Johnson.
Sean Avery, fyrrverandi leikmaður í NHL-deildinni, er þeirrar skoðunar þó hann taki fram að Petgrave hafi ekki ætlað sér að valda dauða eins og raunin varð. Avery sagði þetta í samtali við Jesse Watters hjá Fox-fréttastofunni í gærkvöldi.
Watters var harðorður í viðtalinu og talaði um „morð“ í samhengi málsins. Avery vildi ekki ganga svo langt.
„Það er hættulegt að varpa því orði fram. Ég hef séð þetta og þetta er hræðilegt, mjög erfitt á að horfa,“ sagði Avery og bætti við: „Held ég að hann hafi ætlað sér að framkvæma einhvers konar snertingu? Algjörlega. Held ég að hann hafi vaknað í morgun og ætlað sér að drepa einhvern? Nei.“
Avery bætti við að fóturinn á Petgrave hafi verið í ónáttúrulegri stöðu þegar hann lenti á hálsi Johnson.
Chris Therien, kanadískur fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, sagði á X, áður Twitter, að Petgrave hafi ætlað sér að valda skaða. „Þetta var Kung fu-spark. Augun í mér eru ekki að ljúga því, segið mér að ég hafi rangt fyrir mér.“
Newsweek ræddi við Nicolu Lacey, lagaprófessor við London School of Economics, vegna málsins og spurði hana hvort líkur væru á að Petgrave gæti sætt ákæru vegna málsins.
„Miðað við það sem ég hef séð þá finnst mér það ólíklegt. Til að um manndráp sé að ræða þarftu annað hvort að sýna af þér vítavert gáleysi eða hættulega hegðun – það síðarnefnda getur bara átt við ef um er að ræða alvarlegt brot á reglum íþróttarinnar,“ sagði hún og bætti við að saksóknarar gætu ekki farið áfram með málið nema þeir telji meiri líkur en minni á sakfellingu.
Myndband af atvikinu og umfjöllun Fox News má sjá hér að neðan. Athygli er vakin á því að myndbandið kann að vekja óhug:
JUST IN: Former NHL player Sean Avery suggests the kick from Matt Petgrave that struck and killed Adam Johnson was intentional.
Fox host Jesse Waters went as far to suggest the kick was a “homicide.”
Avery asserted that although Petgrave didn’t intend to kill Johnson, the kick… pic.twitter.com/r5cfkfuTm9
— Collin Rugg (@CollinRugg) October 31, 2023