fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ármann varar við: „Tímaspursmál hvenær eldgosin koma upp á óþægilegum stöðum“ – Gætum átt von á kröftugri gosum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. október 2023 07:10

Ármann Höskuldsson á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er þéttbýlasti staðurinn á landinu. Það er bara tímaspursmál hvenær eldgosin koma upp á óþægilegum stöðum,“ segir Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Landris er hafið aftur á Reykjanesi og er miðja þess nú nærri Svartsengi. Greint var frá því um helgina að risið gangi talsvert hraðar fyrir sig en áður og er það líklega af völdum kvikuinnskots.

Ármann segir við Morgunblaðið að það sé aðeins tímaspursmál hvenær eldgos verða nærri mikilvægum innviðum á Reykjanesskaga og stofni þeim í hættu.

„Það er klárt að það gerist, það er bara spurning um hvenær. Þess vegna verða menn að halda áfram að undirbúa sig og hafa hlutina klára,“ er haft eftir honum.

Hann bætir við að ef gos kæmi upp nærri Svartsengi yrði það að líkindum hraungos eins og við þekkjum úr síðustu gosum nærri Fagradalsfjalli. Spurningin sé þó hversu öflug gosin geti orðið.

„Ef það verða lítil gos eins og eru búin að vera 2021 til 2023, þá höfum við sæmilegan tíma til að bregðast við og skoða málin. En það verður líka að segjast að þau gos voru óvenju smá. Þannig að við eigum von á því að það komi aðeins kröftugri gos í framtíðinni,“ segir hann við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“