fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Einar Ágústsson dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti í enduruppteknu máli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. október 2023 18:30

Einar Ágústsson. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur mildaði í dag dóm yfir Einari Ágústssyni fyrir fjársvik, úr þriggja og níu mánaða fangelsi niður í þriggja ára fangelsi, í enduruppteknu máli.

Einar var árið 2017 fundinn sekur um fjársvik í Héraðsdómi Reykjavíkur og dómurinn var staðfestur fyrir Landsrétti ári síðar. Síðar kom í ljós að einn dómara í málinu hafði verið ólöglega skipaður af Sigríði Andersen dómsmálaráðherra, samkvæmt áliti MDE, og í fyrra var fallist á endurupptöku í málinu af þessum ástæðum.

Einar var sakaður um fjársvik í rekstri fjárfestingafélgasins Skajaquoda ehf, um að hafa blekkt fjórar manneskjur til að leggja samtals 74 milljónir í sjóðinn á fölskum forsendum. Var Einar sagður hafa haldið röngum upplýsingum að fólkinu sem lagði fé í fjárfestingarsjóð hans. Var fullyrt að sjóðurinn hefði aldrei verið starfræktur í eiginlegri mynd. Brotin áttu sér stað á árunum 2011 til 2013. Var Einar einnig sakfelldur fyrir brot á gjaldeyrislögum en gjaldeyrishöft voru í landinu þegar brotin voru framin.

Í endurupptökudómi Landsréttar er fyrri dómur að mestu leyti óraskaður en fangelsisrefsing yfir Einari var milduð, sem fyrr segir.

Einar var jafnframt dæmdur til að greiða einum aðila 30 milljónir króna með vöxtum og öðrum aðila rétt rúmega 40 milljónir króna.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“