fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Minnst 22 skotnir til bana í Maine – 60 særðir – Árásarmaðurinn gengur laus

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. október 2023 04:49

Robert Card í keiluhöllinni með sjálfvirka byssu á lofti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Maine í Bandaríkjunum leitar nú að hinum fertuga Robert Card sem skaut að minnsta kosti 22 til bana í Lewiston í gærkvöldi að staðartíma. Á bilinu 50 til 60 eru særðir.

CNN hefur þetta eftir Robert McCarthy, bæjarstjóra í Lewiston. Card er sagður hafa skotið á fólk í keilusal, bar og vörulager.

Lögreglan hefur staðfest að hún leiti að Card. Hann er menntaður skotþjálfari og kann því vel að fara með skotvopn. Hann missti nýlega vinnuna en hann starfaði á endurvinnslustöð.

CNN segir að lögreglan hafi haft mál hans til skoðunar að undanförnu vegna heimilisofbeldis. Hún hefur birt mynd af honum sem var tekin með öryggismyndavél í keiluhöllinni þar sem hann skaut á fólk. Hann er með sjálfvirka byssu í skotstellingu á myndinni.

Hvítur sendibíll í eigu Card fannst í Lisbon, sem er tæpum 2 km suðaustan við Lewiston.

Íbúar í Lewiston og Lisbon hafa verið hvattir til að leita skjóls á meðan Card gengur ljós. Mörg hundruð lögreglumenn leita hans og þjóðvarðliðið hefur boðið fram aðstoð sína.

Alríkislögreglan FBI hefur boðið fram aðstoð sína og yfirvöld í New Hampshire hafa lagt lögreglunni til þyrlu.

Lewiston er tæplega 10 km norðan við Portland, stærstu borgina í Maine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“