CNN hefur þetta eftir Robert McCarthy, bæjarstjóra í Lewiston. Card er sagður hafa skotið á fólk í keilusal, bar og vörulager.
Lögreglan hefur staðfest að hún leiti að Card. Hann er menntaður skotþjálfari og kann því vel að fara með skotvopn. Hann missti nýlega vinnuna en hann starfaði á endurvinnslustöð.
CNN segir að lögreglan hafi haft mál hans til skoðunar að undanförnu vegna heimilisofbeldis. Hún hefur birt mynd af honum sem var tekin með öryggismyndavél í keiluhöllinni þar sem hann skaut á fólk. Hann er með sjálfvirka byssu í skotstellingu á myndinni.
Hvítur sendibíll í eigu Card fannst í Lisbon, sem er tæpum 2 km suðaustan við Lewiston.
Íbúar í Lewiston og Lisbon hafa verið hvattir til að leita skjóls á meðan Card gengur ljós. Mörg hundruð lögreglumenn leita hans og þjóðvarðliðið hefur boðið fram aðstoð sína.
Alríkislögreglan FBI hefur boðið fram aðstoð sína og yfirvöld í New Hampshire hafa lagt lögreglunni til þyrlu.
Lewiston er tæplega 10 km norðan við Portland, stærstu borgina í Maine.