fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Minnst 22 skotnir til bana í Maine – 60 særðir – Árásarmaðurinn gengur laus

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. október 2023 04:49

Robert Card í keiluhöllinni með sjálfvirka byssu á lofti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Maine í Bandaríkjunum leitar nú að hinum fertuga Robert Card sem skaut að minnsta kosti 22 til bana í Lewiston í gærkvöldi að staðartíma. Á bilinu 50 til 60 eru særðir.

CNN hefur þetta eftir Robert McCarthy, bæjarstjóra í Lewiston. Card er sagður hafa skotið á fólk í keilusal, bar og vörulager.

Lögreglan hefur staðfest að hún leiti að Card. Hann er menntaður skotþjálfari og kann því vel að fara með skotvopn. Hann missti nýlega vinnuna en hann starfaði á endurvinnslustöð.

CNN segir að lögreglan hafi haft mál hans til skoðunar að undanförnu vegna heimilisofbeldis. Hún hefur birt mynd af honum sem var tekin með öryggismyndavél í keiluhöllinni þar sem hann skaut á fólk. Hann er með sjálfvirka byssu í skotstellingu á myndinni.

Hvítur sendibíll í eigu Card fannst í Lisbon, sem er tæpum 2 km suðaustan við Lewiston.

Íbúar í Lewiston og Lisbon hafa verið hvattir til að leita skjóls á meðan Card gengur ljós. Mörg hundruð lögreglumenn leita hans og þjóðvarðliðið hefur boðið fram aðstoð sína.

Alríkislögreglan FBI hefur boðið fram aðstoð sína og yfirvöld í New Hampshire hafa lagt lögreglunni til þyrlu.

Lewiston er tæplega 10 km norðan við Portland, stærstu borgina í Maine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”