fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Guðni segir ungu hjónin hafa fengið snautleg svör þegar þau báðu um lán í bankanum – Hefur miklar áhyggjur af stöðunni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. október 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur miklar áhyggjur af stöðu landbúnaðarins hér á landi. Hann segir að þessi lykiliðnaður hér á landi hrópi á hjálp.

Guðni skrifar aðsenda grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann lýsir þessum áhyggjum sínum og vekur athygli á baráttufundi ungra bænda sem fram fer í Salnum í Kópavogi næstkomandi fimmtudag.

Atgervisflótti úr stéttinni

„Nú eru aðeins 34 ár síðan sá orðhagi maður Sverr­ir Her­manns­son kvaddi sér hljóðs á þessa leið: „Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er að fara norður og niður og til and­skot­ans, verða gjaldþrota.“ Stríðsyf­ir­lýs­ing sem hafði áhrif, löng­um ferli geng­is­fell­inga og gjaldþrota lauk í fram­hald­inu í sjáv­ar­út­vegi. Og nú erum við tal­in eiga einn fremsta sjáv­ar­út­veg í heimi í rekstri og virðingu fyr­ir nátt­úr­unni í allri ver­öld­inni.“

Guðni segir að atgervisflótti sé nú úr landbúnaði og aldrei hafi verið auðveldara að selja kvóta og jörð eða snúa sér að öðru.

„Af­koma bænda hef­ur rýrnað síðustu miss­eri af mörg­um kunn­um ástæðum. Evr­ópu­sam­bandið sprautaði í sinn land­búnað 430 millj­ón­um evra í sum­ar og Nor­eg­ur 1,4 millj­ón­um á hvert ár­s­verk í land­búnaði. Hér seg­ir land­búnaðarráðherr­ann í nafni rík­is­stjórn­ar­inn­ar bænd­ur fá tvo millj­arða í korn, ekki krónu meira nema skerðing­ar á fram­lög rík­is­ins.“

Lýsir reynslu ungra hjóna

Guðni segir að íslenskur landbúnaður búi orðið við minni stuðning ríkisins en landbúnaður nágrannaþjóða.

„Bjarni Bene­dikts­son seg­ir að eitt hundrað millj­arðar séu nú óvænt­ar tekj­ur rík­is­sjóðs. Ferðaþjón­ust­an skil­ar mikl­um pen­ing­um og land­búnaður­inn og ferðaþjón­ust­an eiga að vera systkini, þurfa á hvort öðru að halda. Bænd­ur sitja eins og aðrir í fjötr­um hárra vaxta, sverð seðlabanka­stjóra bitn­ar á sak­lausu fólki, þeim ungu sem búin eru að fjár­festa í íbúð til 50 ára og at­vinnu­rekstri sem er að byggj­ast upp eins og í land­búnaði.“

Guðni segir svo frá því viðhorfi sem virðist vera ríkjandi í garð stéttarinnar. Lýsir hann reynslu hjóna, ungum bændum, sem óskuðu eftir fjármögnun frá banka til að endurnýja húsa- og tækjakost.

„Ung hjón sögðu mér far­ir sín­ar ekki slétt­ar, fóru til banka­stjór­ans til að biðja um fjár­magn til að end­ur­nýja gam­alt úr­elt bása­fjós, afurðir kúnna með því allra besta. Banka­stjór­inn dró augað í pung og sagði: „Haldið þið að kýr­in standi und­ir þess­um kostnaði? Er ekki betra að selja kvót­ann og byggja ferðaþjón­ustu­hús?““

Á sömu möguleika og sjávarútvegurinn

Guðni telur að landbúnaðurinn sem atvinnuvegur eigi sömu möguleika og sjávarútvegurinn, að því gefnu að gengið verði í að laga umgjörðina og rekstrarumhverfið. Landbúnaður hér geti orðið einn sá besti og athyglisverðasti í Evrópu.

„Inn í rekstr­ar­grunn land­búnaðar­ins vant­ar eitt Litla-Hraun að dýr­leika, 10-12 millj­arða á ári. Eng­inn at­vinnu­veg­ur hef­ur á síðustu tutt­ugu árum hagrætt jafn mikið í þágu neyt­enda og Mat­væla­lands­ins. Nú er komið að rík­is­stjórn og Alþingi að setj­ast niður með okk­ar mik­il­væg­ustu stétt, bænd­un­um, og að sjálf­sögðu afurðastöðvum þeirra. Það snýr að því að tryggja neyt­end­um af­burðamat­væli, ör­yggi lands­ins bygg­ist á mat­væl­um í ver­öld sem ekki er hægt að treysta,“ segir Guðni sem endar grein sína á þessum orðum:

„Bónd­inn okk­ar er einn fremsti mat­væla­fram­leiðandi í víðri ver­öld í hreinni nátt­úru og lyfja­notk­un í dýr og fóður og jörð minnst meðal allra þjóða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“