fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

„Ég þoli ekki fólk eins og þig“ – Ólafur Haukur birtir harðort bréf sem hann fékk í gær

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. október 2023 11:52

Ólafur Haukur Símonarson - Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur skrifaði pistil á Facebook-síðu sína í gærmorgun þar sem hann gerði íslensku krónuna að umtalsefni. Óhætt er að segja að pistillinn hafi vakið athygli.

Í pistlinum, sem skrifaður var í hæðnistóni, sagði hann meirihluta Íslendinga „elska“ krónuna því hún væri til vitnis um sjálfstæði þjóðarinnar og sjálfræði í peningamálum og hagstjórn.

„Krónan er tákn þess að við látum ekki einhverja evrópulassaróna hafa vit fyrir okkur. Það er nú einu sinni þannig að útlendingar skilja ekki íslenska hagstjórn. Verst fyrir þá. Þeir hafa einfaldlega ekki ímyndunarafl til að skilja þá möguleika sem krónan veitir til að víkja sér undan þegar allt fer í hass í heimsbúskapnum. Þá getur okkar dáði Seðlabanki nefnilega brugðist við, reist í snatri sirkustjaldið á Arnarhóli, og óðar birtist glæsileg fylking töframanna, kraftakarla og trúða úr sölum Alþingis til að halda sýningu á göldrum líkustum hæfileikum íslensku krónunnar fyrir þjóðina sem fyllir tjaldið,“ sagði Ólafur meðal annars og hélt áfram eins og lesa má í pistli hans:

Ekki virðast allir hafa verið sáttir við skrif Ólafs því hann birti í annarri færslu skömmu síðar bréf sem hann fékk frá „vini“ eins og hann orðar það.

„Sæll, Ólafur. Nú ert þú óforbetranlegur montrass eins og alþjóð veit, þykist hafa vit á öllum sköpuðum hlutum og skiptir þér af málum sem þér koma ekkert við eins og laxeldi góðra manna í fögrum íslenskum fjörðum, hagstjórn í landinu (sem gengur afskaplega vel) og húsbyggingum úr glæsilegu íslensku stuðlagrjóti. Á þessu öllu hefur þú mjög einangraðar og öfgafullar skoðanir. Nýjasta della sem úr penna þínum rann á Fésbók var að kasta rýrð á Íslensku krónuna, sem margoft hefur bjargað okkur frá alþjóðlegu gjaldþroti. Þú getur haft þínar skoðanir fyrir mér, en ég þoli ekki fólk eins og þig sem finnur að öllu sem gert er og kann ekki að meta þá velmegun sem hér drýpur af hverju strái án þess að benda sjálfur á EINA EINUSTU leið til tryggja þjóðinni gjaldeyri sem gæti komið í staðinn fyrir íslensku krónuna,“ sagði vinurinn í bréfinu.

Þá skoraði viðkomandi á Ólaf að hætta „niðurrifinu“ og spurði hvað ætti að koma í staðinn fyrir íslenska krónu sem hefur veitt okkur svigrúm til að reka séríslenska peningastefnu með frábærum árangri.

Ekki stóð á svörum frá Ólafi Hauki sem hefur ákveðna lausn í huga þegar kemur að gjaldeyrismálum þjóðarinnar.

„Kæri „vinur“. Þakka þér fyrir greininguna á mér, sem er mjög nákvæm og alveg rétt. Þess vegna tek ég áskorun þinni varðandi lausn á gjaldmiðilsmálinu. Einfaldasta leiðin væri að sækja um til Færeyinga að fá að taka upp færeysku krónuna, sem er 100% tengd dönsku krónunni sem er 98% tengd evrunni (2% vikmörk) með tryggða neyðarhjálp frá Evrópska seðlabankanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“