Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært erlendan karlmann á þrítugsaldri fyrir þjófnað og fjársvik. Manninum er gert að sök að hafa aðfaranótt sunnudagsins 11. september 2022 stolið seðlaveski af kvenkyns gesti staðarins. Í framhaldinu hafi hann tekið greiðslukort konunnar og keypt sér tvívegis drykki á barnum að fjárhæð 3.000 krónur í heildina.
Hinn meinti þjófur og fjársvikari er með skráð lögheimili í Reykjavík en ekki hefur tekist að birta honum ákæru málsins og því var hún auglýst í Lögbirtingablaðinu. Fyrirtaka í málinu verður þann 14. desember næstkomandi í Vestmannaeyjum og mæti hann ekki til dómþingsins verður það metið til jafns við að hann viðurkenni brot sín.
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krefst þess að manninum verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.