fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Nýjar vendingar í hryðjuverkamálinu í Brussel – Maðurinn hafði dvalið í Svíþjóð

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. október 2023 11:45

Maðurinn myrti tvo sænska knattspyrnuáhugamenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem skaut tvo stuðningsmenn sænska karlalandsliðsins í knattspyrnu til bana í Brussel í gærkvöldi og særði þann þriðja alvarlega virðist hafa gert Svía að sérstöku skotmarki áður en hann lét til skarar skríða.

Þetta kom fram í máli Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi í morgun.

„Allt bendir til þess að þetta hafi verið hryðjuverkaárás sem var beint að Svíþjóð og Svíum,“ sagði hann.

Árásarmaðurinn, sem hét Abdesalam L. samkvæmt belgískum fjölmiðlum, var felldur í umfangsmiklum aðgerðum belgísku lögreglunnar í nótt. Maðurinn notaði AR-15 árásarriffil í voðaverkinu.

Árásin í gærkvöldi náðist á myndband sem dreift hefur verið um samfélagsmiðla. Á því sést árásarmaðurinn elta stuðningsmann og skjóta hann ítrekað. Í myndbandi sem maðurinn birti sjálfur eftir ódæðið sagðist hann hafa tengsl við ISIS-hryðjuverkasamtökin.

Ulf sagði á blaðamannafundi að maðurinn hafi dvalið í Svíþjóð „í nokkur skipti“ og þá hafi hann ákveðin tengsl við Svíþjóð. Ulf sagði að sænska lögreglan hefði þó ekki haft nein afskipti af honum áður.

„Við erum að ganga í gegnum dimma tíma núna,“ sagði Ulf á blaðamannafundinum og bætti við að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefði verið hækkað fyrr á þessu ári, einmitt vegna ótta við árás eins og framin var í gærkvöldi.

Nöfn og aldur þeirra sem myrtir voru í árásinni í gærkvöldi hafa ekki verið gerð opinber. Í frétt Aftonbladet kemur fram að annar hinna myrtu hafi verið búsettur í Sviss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“
Fréttir
Í gær

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Í gær

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum