Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á nýrri tegund af svindli sem nokkuð hefur borið á að undanförnu.
„Aukning hefur orðið á svindlum þar sem líkt er eftir innskráningarsíðu island.is og telur CERT-IS ástæðu til að vara við aðferðinni,“ segir í skeyti sem lögregla birti á Facebook í morgun en CERT-IS gegn hlutverki landsbundins öryggis- og viðbragðsteymis vegna net- og upplýsingaöryggis.
Að sögn lögreglu þykir eftirlíkingin sem um ræðir nokkuð góð en bent á að fólk sé beðið um að velja sinn banka fyrir innskráningu.
„Engin þjónusta fer fram á slíkt við innskráningu og vill CERT-IS því benda á að aðeins svikasíður óska eftir því að fólk tilgreini bankann sinn samhliða innskráningu.“