fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Keypti einbýli í mikilli niðurníðslu í Garðabæ en fékk áfall þegar fasteignamat var hækkað um 40 m.kr. á einu bretti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. október 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi einbýlishús í Garðabæ freistaði þess að fá fasteignamati fyrir árið 2023 hnekkt, en eign hans hafði verið hækkuð um 34 prósent á einu bretti þrátt fyrir að vera í svo mikilli niðurníðslu að viðskiptabanki eigandans treysti sér ekki til að veita fasteignalán með veði í eigninni. Yfirfasteignamatsnefnd tók málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að fasteignamatið hefði hækkað mikið án þess að eigninni hafi verið komið í stand, þá hefði sú hækkun verið eðlileg í ljósi þess að eigandi hafði ári áður fengið í gegn lækkun fasteignaverðs.

Málið varðar húsnæði í Garðabæ sem kærandi hafði keypt í apríl árið 2021 á 73,4 milljónir. Fasteignamat eignarinnar var þá 93,9 milljónir en mun á milli kaupverðs og fasteignamats mun hafa skýrst af því að ástand eignarinnar hafi verið bágt. Nýr eigandi leitaði því til eftir endurmati og óskaði eftir því að fasteignamat yrði fært niður í kaupverð. Þjóðskrá Íslands tók ákvörðun í málinu í september 2021 og lækkaði fasteignamat niður í 72,4 milljónir.

Gífurleg hækkun á einu bretti

Þegar fasteignamat fyrir árið 2023 var kynnt kom í ljós að fasteignamat yrði þá 111,1 milljónir, eða hækkun sem nam 34 prósentum frá fyrra ári. Eigandinn eignarinnar benti á að um 70 fermetrar af fasteigninni væru í raun fokheldir eða tilbúnir undir tréverk. Ástandi eignarinnar væri mjög ábótavant. Til dæmis vanti allar innihurðir, innréttingar og skápa, gólfefni, lagnaefni fyrir rafmagn og fleira. Eigandi hafi ekki getað fengið fasteignalán hjá viðskiptabanka sínum í apríl 2021 sökum misræmis milli fasteignamats og kaupverðs, en bankinn taldi það gefa til kynna bágt ástand eignarinnar. Eins hafi komið fram í auglýsingu fasteignasölunnar á eigninni að hún þarfnaðist mikillar endurnýjunar.

Vildi eigandi því fá niðurstöðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um nýtt fasteignamat hnekkt og kærði til yfirfasteignamatsnefndar. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að starfsmaður Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi mætt í nóvember í fyrra í eignina og skoðað ástand hennar. Í kjölfarið hafi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tekið afstöðu til athugasemda eiganda við nýtt fasteignamat og var niðurstaðan sú að fasteignamatið yrði ekki lækkað. Fasteignamat fyrir árið 2023 ætti að endurspegla staðgreiðsluverð fasteigna miðað við verðlag í febrúar 2022. Með því væri ekki vísað til söluverðs einstakra fasteigna eða verðmat þeirra heldur almennt gagnvirði sambærilegra fasteigna á sama matssvæði.

Eignin í niðurníðslu en samt eðlilega metin á 111,1 milljón

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tók fram að við ákvörðun matsverðs ætti ekki að beita huglægu og órökstuddu mati nema engra annarra kosta væri völ. helst bæri að horfa til gangverðs sambærilegra eigna. Meðaltalshækkun á því svæði í Garðabæ sem umrædd eign væri hefði verið 33.9 prósent milli ára. Því hafi fasteignamat eignarinnar hækkað en væri þó lægra en sambærilegar eignir í nágrenninu út af lækkun fasteignamats árið 2021. Eigandinn var ekki ánægður með þessa skýringu. Hér væri um að ræða eign í mikilli niðurníðslu og það eigi eftir að taka heilu árin að koma henni í stand með tilheyrandi kostnaði. Með þessari gífurlegu hækkun fasteignamats hafi fasteignagjöld eins hækkað mikið. Enginn áhugi hafi verið á eigninni þegar hún var á sölu, en eigandinn og kona hans hafi verið þau einu sem buðu í hana eftir að hún hafði verið í tvo mánuði á sölu.

Yfirfasteignamatsnefnd rakti að hér væri um að ræða rúmlega 250 fermetra einbýlishús í Garðabæ, í vinsælu hverfi. Því væri eðlilegt að fasteignamat tæki mið af gangverði sambærilegra eigna. Þó svo fasteignamatið hafi hækkað um 34 prósent þá breyti það því ekki að eignin sé með lægra fasteignamat en flestar sambærilegar séreignir á sama svæði. Yfirfasteignamatsnefnd fór og skoðaði eignina og sá ekki annað en að núverandi ástand endurspeglaðist í fasteignamati. Fasteignamatið yrði því óbreytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“