fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Ísraelsmenn segja rúmlega milljón íbúa hafa sólarhring til að flýja

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 13. október 2023 07:29

Sprengjum hefur rignt yfir Gaza síðustu mánuði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsk yfirvöld hafa hvatt íbúa á norðurhluta Gaza – um 1,1 milljón manns – að flýja svæðið í þágu eigin öryggis. Hafa íbúar 24 klukkustundir til að koma sér á suðurhluta svæðisins.

Sameinuðu þjóðirnar greindu frá þessu nú í nótt.

Búist er við því að ísraelski herinn hefji landhernað á svæðinu á næsta sólarhring. Þar af leiðandi eru óbreyttir borgarar hvattir til að leita skjóls.

Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt Ísraelsmenn til að endurskoða þessar áætlanir sínar enda sé ómögulegt fyrir rúmlega eina milljón íbúa að flýja án skelfilegra afleiðinga.

Að sögn BBC eru Ísraelsmenn ósáttir við þessa yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna enda séu þeir að reyna að takmarka áhrifin á óbreytta íbúa með því að hvetja þá til að leita skjóls.

Segir Gilad Erdan, sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, að um langt skeið hafi Sameinuðu þjóðirnar lokað augunum fyrir vopnavæðingu Hamas-samtakanna. Staðreyndin séu sú að liðsmenn samtakanna feli sig á meðal óbreyttra borgara.

„Í stað þess að standa með Ísraelsríki, hvers þegnum var slátrað af hryðjuverkamönnum Hamas-samtakanna, þá prédika Sameinuðu þjóðirnar yfir Ísrael,“ segir Erdan.

Hamas-samtökin hafa hvatt íbúa á Gaza til að fylgja ekki fyrirmælum Ísraelsmanna og halda sig á sínum stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“