fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Verða hlaupahjólin bönnuð eftir klukkan 22 um helgar? „Við ætt­um að læra af reynslu annarra þjóða“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. október 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skoða þarf al­var­lega hvort yf­ir­völd neyðast til þess að banna notk­un hjól­anna eft­ir tíu á föstu­dags- og laug­ar­dags­kvöld­um, sem er neyðarúr­ræði,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, formaður fagráðs umferðarmála, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni, sem ber yfirskriftina Rafhlaupahjól eru dauðans alvara, fjallar Ísólfur um rafhlaupahjólin sem notið hafa mikilla vinsælda sem samgöngutæki. Þau eru þó ekki hættulaus eins og mýmörg dæmi hafa sannað og hafa alvarleg slys, þar af tvö banaslys, orðið sem tengjast notkun hjólanna.

Alvarleg andlitsmeiðsl og ljót ör

„Í slysa­töl­fræði sem lögð hef­ur verið fram kem­ur í ljós að fjórðung­ur al­var­lega slasaðra á árs­grund­velli, eða um 200 manna, er vegna notk­un­ar á raf­hlaupa­hjól­um en aft­ur á móti hef­ur náðst ár­ang­ur til batnaðar varðandi slys vegna annarra öku­tækja í um­ferðinni þrátt fyr­ir stór­aukna um­ferð vegna fjölg­un­ar ferðamanna. Marg­ir veg­far­end­ur á raf­hlaupa­hjól­um eru með heyrn­ar­tól og hafa því ekki fulla ein­beit­ingu á hinum fjöl­mörgu glæsi­legu hjóla- og göngu­braut­um á höfuðborg­ar­svæðinu og víðar,“ segir Ísólfur og bætir við að alvarlegustu slysin verði þegar fólk bregður sér á hjólin og brunar heim af djamminu um helgar.

„Jafn­vægispunkt­ur­inn er svo­lítið sér­stak­ur á þess­um far­ar­tækj­um, hvað þá ef fólk er und­ir áhrif­um. Lít­il dekk eru á skutl­un­um og þarf því litl­ar ójöfn­ur til þess að missa jafn­vægið og detta. Al­var­leg and­lits­meiðsl, brotn­ar tenn­ur og ljót ör vegna meiðsla sem vara e.t.v. allt lífið eru áminn­ing um óvar­kárni og hugs­un­ar­leysi.“

Horft til ýmissa úrræða

Ísólfur bendir einnig á að notendur hjólanna gangi í mörgum tilfellum kæruleysislega um þau og dæmi séu um að sjóndaprir hafi fallið um hjólin og slasast. Auðvitað séu fleiri einstaklingar sem nota og umgangast þessi farartæki eins og best verður á kosið.

„Við ætt­um að læra af reynslu annarra þjóða sem tóku þessi hjól í notk­un tveim­ur til þrem­ur árum á und­an okk­ur og hafa í ein­hverj­um til­fell­um tak­markað notk­un þeirra. En hvað er til ráða? Skoða þarf al­var­lega hvort yf­ir­völd neyðast til þess að banna notk­un hjól­anna eft­ir tíu á föstu­dags- og laug­ar­dags­kvöld­um, sem er neyðarúr­ræði. Gefa þarf lög­reglu skýr­ar heim­ild­ir til eft­ir­lits og viður­lög þurfa að vera fyr­ir hendi. Í bíg­erð er frum­varp sem lagt verður fyr­ir Alþingi á þessu starfs­ári sem tek­ur vænt­an­lega á þeim þætti.“

Nú þegar vetur er að ganga í garð hvetur Ísólfur, fyrir hönd fagráðs umferðarmála, gangandi og hjólandi vegfarendur til að fara varlega og vera með endurskinsmerki þannig að þeir séu áberandi í umferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“