fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Segir að Rússar ætli að kveðja 130.000 menn í herinn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. október 2023 08:00

Herkvaðningu var mótmælt víða í Rússlandi haustið 2022. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar ætla að kveðja 130.000 menn á herskyldualdri í herinn í október og fram að áramótum. Þetta kemur fram í tilskipun sem Vladímír Pútín, forseti, skrifaði undir á föstudaginn.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War skýrir frá þessu í stöðuuppfærslu um gang stríðsins í Úkraínu.

Segir hugveitan að herkvaðningin muni einnig ná til manna sem búa á herteknu svæðunum í Úkraínu.

Í vor voru 147.000 menn kvaddir til herþjónustu samkvæmt tölum frá rússneskum yfirvöldum.

Vladimir Tsimlyansky, næstráðandi í herkvaðningardeild hersins, segir að mennirnir verði ekki sendir til Úkraínu og að þjónustutími þeirra verði 12 mánuðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti