fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Guðný sár og svekkt: „Ekki minnst einu orði á að Kristinn var líka illvirki sem barnaníðingur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. október 2023 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég skil að umræðuefnið í Dag­mál­um var ekki þetta, en af því að það var verið að reyna að lýsa og skilja per­sónu Krist­ins hefði mátt minn­ast á barn­aníðið með einni setn­ingu að minnsta kosti,“ segir Guðný Bjarnadóttir læknir á eftirlaunum í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í nóvember 2021 opnaði Guðný sig um kynferðislegt ofbeldi sem hún varð fyrir sem barn af hendi Kristins E. Andréssonar, fyrrverandi þingmanns og ritstjóra Tímarits Máls og Menningar.

Sjá einnig: Guðný segir að Kristinn E. hafi brotið á henni kynferðislega – Skilar skömminni

Guðný stingur niður penna í Morgunblaðið í dag í tilefni viðtals Árna Matthíassonar við Rósu Magnúsdóttur sagnfræðing um bók hennar Kristinn og Þóra: Rauði þræðir í Dagmálum þann 25. september síðastliðinn. Bókin kom út árið 2021 en í kjölfar útgáfunnar steig Guðný fram og lýsti ofbeldinu sem hún varð fyrir.

Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag segir Guðný að viðtalið í Dagmálum hafi snúist um þann mikla átrúnað sem Kristinn og Þóra höfðu á Stalín þrátt fyrir fréttir af hans miklu illvirkjum.

„Mér þótti leitt að það skyldi ekki vera minnst einu orði á að Krist­inn var líka ill­virki sem barn­aníðing­ur sbr. grein mína í Mbl. 9. nóv. 2021. Krist­inn áreitti mig end­ur­tekið þegar ég var 9-10 ára og ég reyndi að forðast hann eins og ég gat, níu ára barn. Því miður sagði ég ekki for­eldr­um mín­um frá þessu, viðbrögð mín voru hin dæmi­gerðu viðbrögð fórn­ar­lambs­ins, skömm og þögn.“

Guðný segist hafa skilning á að umræðuefnið í Dagmálum hafi ekki verið þetta, en henni sárnar að ekki hafi verið minnst á barnaníðið einu orði.

„Það eru notuð orð um Krist­in eins og yfirþyrm­andi og drag­bít­ur en ekki barn­aníðing­ur. Á meðan hann þótt­ist vera að berj­ast fyr­ir rétt­læti í heim­in­um vílaði hann ekki fyr­ir sér að reyna að eyðileggja líf barn­ungra dætra vina sinna. Eft­ir að grein mín birt­ist kom fljót­lega önn­ur grein í Mbl. eft­ir konu sem hafði orðið fyr­ir áreiti af hendi Krist­ins barn­ung. Hún var hepp­in, for­eldr­ar henn­ar áttuðu sig á hvað var að ger­ast og hentu Kristni út af heim­il­inu. Einnig hef ég heyrt frá fleiri kon­um sem hafa sömu sögu að segja um Krist­in þegar þær voru börn,“ segir Guðný í grein sinni í dag.

Hún segir að Kristinn hafi verið óheiðarlegur maður, bæði pólitískt og persónulega og grætt á þjónkun sinni við Rússland og síðar Kína.

„Hann bjó flott og lifði hátt en ætlaðist til að hinn grái almúgi sætti sig við lak­ari kjör í nafni sósí­al­ism­ans. Hann nídd­ist á börn­um en lifði á þeim tíma þar sem flest­ir full­orðnir voru blind­ir fyr­ir þessu fyr­ir­bæri og börn­um sem sögðu frá sjaldn­ast trúað. Barnaníð er því miður eitt­hvað sem hef­ur alltaf verið til og hef­ur því miður ekki verið út­rýmt enn þótt nú sé tekið harðar á slíku en áður var gert,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi
Fréttir
Í gær

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“