fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Dæmdur í stutt skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi rétt fyrir jól

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. janúar 2023 10:50

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi gegn sambýliskonu sinni. Ofbeldisverknaðurinn átti sér stað þann 18. desember 2021 á þáverandi heimili þeirra. Var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa slegið konuna  í andlitið með þeim afleiðingum að hún „hlaut mar og yfirborðsáverka á andliti, verki í andlitsbeinum, bólgu og mar á vísifingri hægri handar, marblett á hægri upphandlegg, þrjá marbletti á vinstri upphandlegg og þreifieymsli á hálsi, herðum og bringubeinum,“ eins og segir í ákæru.

Í dómnum kom fram að lögregla hefði verið kölluð að heimili fólksins þennan dag og þá hafi konan tekið á móti laganna vörðum og verið í miklu uppnámi og átt erfitt með að tjá sig. Hún hafi tjáð lögreglu að hún hafi verið að horfa á sjónvarpið ásamt manni sínum og bæði verið að neyta áfengis. Hann hafi verið búinn að drekka töluvert en hún hafi verið búin að drekka eina vodkablöndu. Að hennar sögn hafi maðurinn allt í einu orðið pirraður og farið að kenna henni um allt og síðan gefið henni fjögur hnefahögg á vinstri vanga.

Mundi ekki eftir árásinni en neitaði sök

Maðurinn hafi svo yfirgefið heimilið og farið til bróður síns, þar sem hann var síðar handtekinn, og konan hringt í neyðarlínuna. Hann var upphaflega einnig ákærður fyrir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis til bróður síns en sá ákæruliður var felldur niður fyrir dómi.

Maðurinn var látinn gista fangageymslu lögreglu þessa nótt og var síðan yfirheyrður um morguninn. Sagðist hann ekki muna alveg eftir atvikum kvöldsins en sagðist þó muna eftir sjónvarpsáhorfinu og að hann og sambýliskonan hafi farið að rífast. Hann sagðist ekki muna hver hefði átt upptökin en rámaði í að sambýliskona hans hefði rifið bolinn hans. Þá greindi hann frá erfiðleikum með son sambýliskonu sinnar og það gæti verið að rifrildið hafi snúist um það að hann hafi verið reiður út í drenginn.

Hann neitaði því alfarið að hafa kýlt sambýliskonu sína sinnum en hann hélt að hann hefði ýtt á bringuna á henni og hún þá hrasað aftur fyrir sig og legið á gólfinu. Sama dag og maðurinn  gaf skýrsluna skrifaði hann undir yfirlýsingu þar sem hann skuldbatt sig til að koma ekki á eða vera við dvalarstað brotaþola, ekki veita henni eftirför, né heimsækja hana eða vera á annan hátt í sambandi við hana svo sem með símtölum eða tölvupósti.

Maðurinn var sakfelldur fyrir líkamsárásina og byggðist sú sakfelling aðallega á áverkavottorði lækna sem og framburði lögreglu á vettvangi. Auk skilorðsbunda dómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunni 450 þúsund krónur í miskabætur og 450 þúsund krónur í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“