fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Unglingar stöðvaðir við að taka upp TikTok myndband – „Drop the gun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 10. september 2023 07:46

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Mikið var um ölvun og óspektir í miðborg Reykjavíkur í nótt og gista sex fangageymslur lögreglu eftir nóttina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Tilkynnt var um að hóp unglinga hlaupa í kringum bíl í miðborginni og heyrði tilkynnandi einhvern segja „drop the gun“. Lögregla fór á vettvang og kom í ljós að verið var að taka upp tiktok myndband. Leikfangabyssur voru notaðar og er málið litið alvarlegum augum en ekki var hægt að sjá að um leikföng væri að ræða. Málið er unnið í samvinnu við forráðamenn og tveir kærðir fyrir vopnalög.

Tilkynnt var um slagsmál í hverfi 108. Talað var um að steinum hafi verið kastað í fólk. Hinir grunuðu voru farnar af vettvangi þegar lögregla kom.

Tilkynnt var um umferðarslys á Kringlumýrarbraut og að tjónvaldur hafi flúið vettvang. Bíllinn fannst stuttu síðar og var ökumaður handtekinn grunaður um ölvun við akstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Var hann vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar máls.

Tilkynnt var um mann að brjótast inn í bíl í hverfi 108. Hann reyndi að stinga lögreglu af á rafmagnshlaupahjóli. Náðist hann, var handtekinn og grunaður um innbrot, þjófnað, vopnalög, bann við akstri undir áhrifum ávana og fíkniefna, að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og vörslu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?

Eru fjöldauppsagnir framundan hjá Norðuráli?
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“