fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

„700-900 þúsund (með visa) og lánin hækka bara svo ég sé fram á gjaldþrot eða hætta í skóla“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. september 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rétt undir milljón, hús með óverðtryggðu láni og þrjú börn og öllu sem því fylgir,“ svarar foreldri spurningunni „Hvað ert þú að borga sirka í reikninga á mánuði.“

Svar foreldrisins er á meðal fjölmargra svara við spurningu Kristínar Auðbjörnsdóttur stofnanda Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Kristín sem er jafnframt móðir og háskólanemi fjallar á síðunni um ýmis málefni, þá sérstaklega tengd andlegri og líkamlegri líðan frá ýmsum sjónarhornum, lífið almennt, án glansmyndar.

„700-900 þúsund (með visa) og lánin hækka bara svo ég sé fram á gjaldþrot eða hætta í skóla.“

„Ég er ein að leigja stúdíó (reyndar svart) og er að bogra um 270-310 þúsund á mánuði.“

„600 þúsund, við erum hjón með fjögur börn og þetta er ekki viðráðanlegt.“

„1,1-1,2 milljón (með framkvæmdum sem stöndum í) sjö í heimili.“

„Úff úff úff svo mikið ábyggilega um 650 þúsund, lánin búin að tvöfaldast á núll einni.“

„430 þúsund plús bara fyrir leigu, rafmagn, net og síma, tryggingar og leikskóla, er öryrki og gift og tvö börn.“

„250 þúsund og svo leiga 330 þúsund á mánuði.“

„200 þúsund en maðurinn minn borgar mest af húsnæði og þess háttar.“

„200-240 þúsund fast. Svo bilaður bíll, tannlæknir og alls konar „surprise„ mánaðarlega.“

Ljóst er af ofangreindum svörum að sumir taka aðeins reikninga með í upphæðina meðan aðrir taka reikninga og framfærslukostnað saman.

Hvað er framfærsluviðmið heimila?

Á vefsíðu Umboðsmanns skuldara má sjá að framfærsluviðmið hjóna með tvö börn eru 424.050 kr. á mánuði. Í þeirri upphæð eru reikningar alveg undanskildir, það er greiðsla húsnæðislána eða leigu, rafmagn, hiti og hússjóður, tryggingar, skóli, dagvistun og svo framvegis. 

Heildarendurskoðun í gangi á umgjörð neysluviðmiða

Í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu fer nú fram heildarendurskoðun á allri umgjörð neysluviðmiða með það að markmiði að finna lausn til framtíðar. Neysluviðmið voru fyrst birt árið 2011 og hafa síðan þá verið uppfærð átta sinnum, síðast í október árið 2019. Neysluviðmið byggjast á útgjaldarannsókn heimilanna, sem framkvæmd er af Hagstofu Íslands, en megintilgangur hennar er að afla gagna í grunn fyrir vísitölu neysluverðs. Viðmiðin hafa frá upphafi verið reiknuð út frá nýjustu gögnum yfir þriggja ára tímabil og þess á milli uppfærð með breytingu undirvísitalna vísitölu neysluverðs hafi ný gögn ekki legið fyrir, eins og segir á vef Stjórnarráðsins. 

Í janúar árið 2020 skipaði félags- og barnamálaráðherra starfshóp um neysluviðmið í en verkefni starfshópsins var að yfirfara og endurskoða þá aðferðafræði sem notuð er við útreikninga neysluviðmiða sem ráðuneytið birtir. Starfshópurinn skilaði ráðherra tillögum sínum haustið 2020 en helstu niðurstöður voru að ýmsir annmarkar væru á samspili gagna sem notuð eru sem undirlag í útreikningum neysluviðmiða og þeirrar aðferðafræði sem notuð væri.

Það þarf samt enga nefnd hjá ráðuneytinu og skýrslu sem tekur mörg ár að vinna til að segja landsmönnum að greiðslubyrði heimilanna vex ískyggilega, aukin greiðslubyrði lána, verð á matvöru og öðrum nauðsynjum hækkar, og er svo komið að mánaðarleg greiðslubyrði er að sliga mörg heimili.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“