fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

„Pabbi á að fá að lifa með reisn þessar vikur en ekki vera kastað á milli húsa“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. ágúst 2023 08:29

Hrund Traustadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrund Traustadóttir, dóttir 83 ára gamals manns sem þjáist af beinkrabbameini á fjórða stigi, vandar stjórnendum Landspítalans ekki kveðjurnar í aðsendri grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi.

Í greininni lýsir Hrund upplifun sinni af margskonar brotalöm þegar kemur að meðferð föður hennar, meðal annars hvernig hann sé þriðji maður í tveggja manna herbergi, illa verkjastilltur og hvernig stjórnendur hafi viljað útskrifa hann þrátt fyrir að hann sé sárþjáður og geti sér litla sem enga björg sér veitt. „Hann getur ekki klætt sig sjálfur, geti ekki baðað sig. ekki farið hjálparlaust á salerni og þurfi aðstoða til að nærast, til að mynda að skammta sér mat eða smyrja brauð,“ skrifar Hrund sem segir föður sinn niðurbrotinn.

Flutningur gegn skilyrðum

Hrund segir að faðir hennar hafi legið á Krabbameinsdeild Landspítalans í nokkrar vikur en fyrir tveimur vikum síðan hafi honum boðist pláss á endurhæfingardeild L1 á Landakoti. Það hafi þó verið með því skilyrði að aðstandendur hans samþykktu flutningin en einnig að hann myndi fara heim til sín eftir 2-4 vikna endurhæfingu.

Í greininni segir Hrund að aðstandendur hafi ekki getað fallist á þennan flutning með þessum skilyrðum í ljósi þess að faðir hennar er sárkvalinn og augljóst að hann getur ekki séð um sig sjálfur heima fyrir. Segist hún hafa upplifað kuldalegt viðmót vegna þessarar afstöðu sinnar.

„Ég spurði hana hvort hún sæi fram á bata eða jafnvel lækningu á þessum tíma? Neeei var nú reyndar svarið við því en á hennar orðum mátti skilja að með beinkrabba á 4. stigi ætti hann nú á 2-4 vikum að ná að hressast nægilega vel, frá því að vera ósjálfbjarga og verandi á morfíni í það að geta séð um sig sjálfur með „einhverri heimaaðstoð“. Ég ítreka að hann er að verða 83 ára og hann á erfitt með gang þó að hann styðji sig við göngugrind. „Það er fullt af fólki heima sem er veikt af krabbameini,“ sagði hún mér, líkt og það væru fréttir og líkt og allir krabbameinsveikir væru undir sama hattinum, á sama stað í sínum veikindum og jafngamlir. Ef pabbi væri fær um að sjá um sig sjálfur vildi hann hvergi annars staðar vera en heima. Ég held að við flest getum sett okkur í þau spor,“ skrifar Hrund.

Fyrir viku hafi svo komið annað símtal, frá notalegri starfsmanni, þar sem fram kom að pláss hafi losnað á endurhæfingardeildinni og kannaðist starfsmaðurinn ekki við að það væri með neinum skilyrðum um heimför eftir nokkrar vikur.

Segir Hrund að þá hafi farið í gang hræðilegt ferli sem hafi reynt mjög á föður hennar.

Hann hafi verið látinn bíða í fjórar klukkustundir eftir að hafa gert sig tilbúinn fyrir flutning klukkan sjö um kvöldið upplifað að vera hentt í rúmið á Landakoti á hlaupum. „Eftir á sagði hann okkur systrum að hann hefði reynt að segja þeim að sársaukinn sem hann upplifði væri eins og verið væri að saga í bakið á honum með hjólsög,“ skrifar Hrund.

Þriðji maður í tveggja manna herbergi

Segir hún að föður sinn hafa upplifað mikla niðurlægingu og hann hafi verið reiður og sár.

„Þegar við systur heimsóttum hann daginn eftir var hann gjörsamlega niðurbrotinn. Hann er þriðji maður í tveggja manna herbergi, á deild þar sem ætlast er til að fólk bjargi sér mikið til sjálft, fari fram og borði í matsal og þess háttar. Pabbi getur ekki einu sinni lagfært sig í rúminu hjálparlaust. Hann liggur frekar allur skakkur en að biðja fólkið að hjálpa sér. Hann fer, af vilja og þrjósku frekar en getu og labbar fram eftir ganginum með hjálp göngugrindar. Hann ætlar og skal og þar kemur Þingeyingaþrjóskan væntanlega sterk inn. Hann hefur alltaf verið duglegur að hreyfa sig og í dag er þetta eina hreyfingin sem hann er fær um. Það þýðir samt ekki að hann geti séð um sig sjálfur. Aðspurður segist hann alltaf hafa það fínt, nei nei mest lítið verkjaður svo framarlega sem hann hreyfir sig ekkert,“ skrifar Hrund.

Hún segir föður sinn þó alltaf jákvæðan og reyni að slá á létta strengi þó hann sé sárkvalinn en það komi í bakið á honum.

„Það er nú notað gegn honum en hann á víst ekki að geta verið svo kvalinn fyrst hann getur grínast er okkur sagt á spítalanum. Þau hefðu átt að hitta föðurömmu mína en hún lést úr beinkrabbameini fyrir 22 árum síðan og grínaðist í starfsfólkinu nánast fram á síðasta dag. Hann kvartar heldur aldrei, ef hann hringir eftir aðstoð á nóttunni er hann algjörlega aðframkominn, hann vill helst ekki trufla þau frammi á vaktinni,“ skrifar Hrund.

Hún segist síðan hafa upplifað það að starfsfólk sé ekki meðvitað um hvaða sjúkdóm faðir hennar þjáist af og að kerfið hreyfist hægt. Hún hafi til að mynda hringt á laugardegi til þess að reyna að fá föður sinn fluttan aftur yfir á Krabbameinsdeildina en fengið það svar að það yrði skoðað á mánudaginn.

„Pabbi á að fá að lifa með reisn þessar vikur“

„Við systur erum niðurbrotnar og svefnlausar af áhyggjum af pabba sem á þessar vikurnar að vera að upplifa að allir sem komi að hans málum leggi sig fram við að einfalda lífið hans og láta honum líða vel. Hann á ekki að þurfa að upplifa óöryggi, vanvirðingu og kvalir. Sem dæmi um andlega líðan hans á þessum stað að þá er pabbi alltaf vel rakaður, það er eitthvað sem hefur alltaf fylgt honum og ég á minningar úr bernsku frá því þegar ég var að fylgjast með „ritúalinu“ þegar pabbi var að raka sig upp á gamla mátann með bursta og heitum bakstri. Þegar hann lá á Krabbameinsdeildinni fór ég auðvitað með græjurnar til hans og hann rakaði sig reglulega. Sú færni hefur alveg haldist. En ekki lengur. Hann hefur ekki aðstöðu til raksturs og hann er búinn að missa löngunina og þörfina til að raka sig. Þarf þá mikið til,“ skrifar Hrund.

Hún tekur þá fram að faðir hennar hefur fengið  fallegt og gott viðmót frá fólkinu á gólfinu og þar sé það hennar upplifun að allir séu að reyna sitt besta.

„Það eru þeir sem taka ákvarðanir sem þyrftu aðeins að endurskoða afstöðu sína og miða hana út frá einstaklingnum en ekki Excelnum. Pabbi á að fá að lifa með reisn þessar vikur en ekki vera kastað á milli húsa og ekki hlustað, hvorki á sársaukaópin hans né beiðnir okkar systra um örlítinn skilning, virðingu og mannúð,“ skrifar Hrund.

Hér má lesa pistil Hrundar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“