Par um þrítugt verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot.
Manninum er gefið að sök að hafa keypt 776 stykki af MDMA-töflum í gegnum Whatsapp og greitt fyrir efnin með Bitcoin að verðmæti 150.000 krónur. Kemur þetta fram í ákæru héraðssaksóknara. Segir að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi.
Fíkniefnin voru send með póstsendingu frá Hollandi til Íslands en sendingin var stíluð á sambýliskonu mannsins. Fíkniefnin fundust við eftirlit tollvarða í póstmiðstöðinni á Stórhöfða. Lögregla lagði hald á fíkniefnin og rannsakaði þau en kom þeim síðan fyrir á pósthúsinu við Hagatorg. Sambýliskonan fékk tilkynningu um afhendingu pakkans og ók parið saman í bíl að pósthúsinu, þar sem konan sótti pakkann og mannninum hann í bílnum. Var fólkið handtekið í kjölfarið.
Þess er krafist að parið verði dæmt til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Maðurinn var í lok desember árið 2022 sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fíkniefnabrot, lyfjalagabrot og peningaþvætti.
Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. september næstkomandi.
.