fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Halldór ákærður fyrir fjárdrátt – Sagður hafa stolið milljónum frá fyrirtækinu á meðan það var í vanskilum út um allt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. ágúst 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. september næstkomandi verður þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi, mál gegn Halldóri Hlíðar Begmundssyni, sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir skilasvik, en til vara fjárdrátt, frá fyrirtækinu Suðurfell ehf. Halldór er sagður hafa millifært tæplega 11 milljónir króna af reikningi Suðurfells og nýtt í eigin þágu. Á því tímabili sem um ræðir átti fyrirtækið í miklum kröggum og vanskilum.

Starfsemi Suðurfells var undirbúningsvinna á byggingasvæði en fyrirtækið var stofnað í janúar árið 2016. Það var úrskurðað gjaldþrota í lok september árið 2018. Halldór var, samkvæmt ákærunni, eigandi, framkvæmdastjóri og eini stjórnarmaður félagsins.

Í ákærunni eru tilgreindar alls 19 ólöglegar millifærslur af reikningi Suðurfells yfir á reikning Halldórs og áttu þær sér allar stað á árinu 2018, fram að gjaldþrotinu í september. Hæsta millifærslan er rúmlega 1,6 milljónir króna og lægsta 125 þúsund. Samtals nemur hinn meinti fjardráttur 10.755.000 krónum.

Héraðssaksóknari krefst þess að Halldór verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fékk þungan fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl

Halldór hefur áður gerst brotlegur við lög en árið 2009 var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir hlutdeild í svonefndu Papeyjarmáli, en þá voru sex karlmenn dæmdir fyrir mikið fíkniefnasmygl með skútunni Papey. Málið snerist um 55 kg af amfetamíni, 53 kg af kannabis og 9.400 e-töflu. (Sjá mbl.is).

Þrátt fyrir þiggja ára dóm í málinu fékk Halldór lægstu refsingu sakborninganna, en tveir fengu tíu ára fangelsi. Halldór hlaut vægari refsgingu vegna þess að hann var hjálpsamur við að upplýsa málið og bar vitni gegn öðrum sakborningum fyrir dómi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“